Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. desember 2022 13:39 Vísir hefur ekki náð tali af Helga Vilhjálmssyni vegna málsins. Í stuttri skriflegri yfirlýsingu til Stundarinnar biður hann Katrínu Lóu afsökunar. vísir/gva „Mér finnst bara að fólk eigi að vita hvernig maðurinn er,“ segir Katrín Lóa Kristrúnardóttir sem sakar Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti. Helgi segist hafa gert mistök og biðjist afsökunar á því. Katrín Lóa er til viðtals í hlaðvarpsþættinum Eigin konum á vef Stundarinnar. Katrín Lóa stígur fram í þættinum og segist hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Helga í kjölfar þess að Helgi lánaði henni fé til útborgunar í íbúð. Helgi er einn af stærri atvinnurekendum landsins en hann rekur Sælgætisgerðina Góu í Garðabæ og einnig KFC veitingastaðakeðjuna. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að upphaf málsins megi rekja til þess að árið 2018 starfaði Katrín Lóa í Skalla á Selfossi, sjoppu sem er í eigu Helga. Segist hún hafa heyrt af því á sínum tíma að starfsfólk fyrirtækja í eigu Helga ætti kost á lánafyrirgreiðslu vegna íbúðakaupa. Í kjölfarið hafi Helgi boðist til að lána henni fjármuni svo hún gæti keypt sér íbúð. Fjármunirnir komu þó ekki í gegnum fyrirtækið, heldur lánaði Helgi henni persónulega. Upphæðin nam rúmum fimm milljónum króna. Katrín Lóa ræddi málið einnig í samtali við Gústa B. í Veislunni í dag. Segist hafa upplifað sig fasta í starfinu Í viðtalinu segir Katrín Lóa að vikuna eftir að hún fékk fyrri greiðsluna af tveimur hafi Helgi brotið á henni kynferðislega í fyrsta sinn þar sem hún var stödd á skrifstofu fyrirtækisins. Segir hún Helga hafa farið inn á bolinn hennar og lyft honum upp. Segist hún hafa rætt við verslunarstjóra Skalla, Helga Helgason í kjölfar þessa atviks, og verið lofað að rætt yrði við Helga. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Þá segir Katrín Lóa að Helgi hafi áreitt sig reglulega eftir þetta. Hún hafi upplifað að hún væri föst í starfinu þar sem hún var nýbúin að þiggja fyrrnefnt lán frá Helga. Að neðan má sjá brot úr þættinum Eigin konum. Lítið um viðbrögð Katrín Lóa segist á endanum hafa skilað inn uppsagnarbréfi til Helga Helgasonar verslunarstjóra þar sem hún sagðist ætla að greina stjórn fyrirtækisins frá áreiti Helga. Segir hún Helga hafa sagst ætla að fara sjálfur á slíkan fund. Katrín Lóa segist ekki vita hvort sá fundur hafi átt sér stað. Katrín Lóa segist einnig hafa fundað með mannauðstjóra KFC og í kjölfarið með hluta stjórnar fyrirtækisins. Hennar upplifun var sú að lítið var gert úr áreitinu sem hún sagðist hafa orðið fyrir. Hins vegar var henni gert að skrifa undir samning um það hvernig hún myndi greiða lánið til baka. Þá segist Katrín einnig hafa leitað til lögreglu vegna málsins en fengið þau svör að að hún þyrfti helst að geta lagt fram myndband af áreitinu sem sönnun. Hún lagði ekki fram kæru. Þá segir Katrín Lóa að hún hafi loksins hætt hjá fyrirtækinu í kjölfar þess að henni bauðst ný vinna og greiddi lánið frá Helga inn á reikning fyrirtækisins. Á öðrum stað í viðtalinu lýsir Katrín líðan sinni vegna áreitisins. Hún hafi orðið kvíðin, þunglynd og glímt við sjálfsvígshugsanir. „Alltaf þegar ég kom heim á kvöldin þá brotnaði ég niður. Grét mig í svefn þegar ég náði að sofa.“ Sér eftir samskiptunum Vísir hefur ekki náð tali af Helga Vilhjálmssyni vegna málsins. Í stuttri skriflegri yfirlýsingu til Stundarinnar biður hann Katrínu Lóu afsökunar. „Ég vil biðja Katrínu Lóu afsökunar. Ég gerði mistök í þessum samskiptum og sé eftir því.“ Umfjöllun Stundarinnar í heild sinni. Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Sonur minn fékk ekkert tækifæri“ Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010. 18. maí 2020 20:05 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Katrín Lóa er til viðtals í hlaðvarpsþættinum Eigin konum á vef Stundarinnar. Katrín Lóa stígur fram í þættinum og segist hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Helga í kjölfar þess að Helgi lánaði henni fé til útborgunar í íbúð. Helgi er einn af stærri atvinnurekendum landsins en hann rekur Sælgætisgerðina Góu í Garðabæ og einnig KFC veitingastaðakeðjuna. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að upphaf málsins megi rekja til þess að árið 2018 starfaði Katrín Lóa í Skalla á Selfossi, sjoppu sem er í eigu Helga. Segist hún hafa heyrt af því á sínum tíma að starfsfólk fyrirtækja í eigu Helga ætti kost á lánafyrirgreiðslu vegna íbúðakaupa. Í kjölfarið hafi Helgi boðist til að lána henni fjármuni svo hún gæti keypt sér íbúð. Fjármunirnir komu þó ekki í gegnum fyrirtækið, heldur lánaði Helgi henni persónulega. Upphæðin nam rúmum fimm milljónum króna. Katrín Lóa ræddi málið einnig í samtali við Gústa B. í Veislunni í dag. Segist hafa upplifað sig fasta í starfinu Í viðtalinu segir Katrín Lóa að vikuna eftir að hún fékk fyrri greiðsluna af tveimur hafi Helgi brotið á henni kynferðislega í fyrsta sinn þar sem hún var stödd á skrifstofu fyrirtækisins. Segir hún Helga hafa farið inn á bolinn hennar og lyft honum upp. Segist hún hafa rætt við verslunarstjóra Skalla, Helga Helgason í kjölfar þessa atviks, og verið lofað að rætt yrði við Helga. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Þá segir Katrín Lóa að Helgi hafi áreitt sig reglulega eftir þetta. Hún hafi upplifað að hún væri föst í starfinu þar sem hún var nýbúin að þiggja fyrrnefnt lán frá Helga. Að neðan má sjá brot úr þættinum Eigin konum. Lítið um viðbrögð Katrín Lóa segist á endanum hafa skilað inn uppsagnarbréfi til Helga Helgasonar verslunarstjóra þar sem hún sagðist ætla að greina stjórn fyrirtækisins frá áreiti Helga. Segir hún Helga hafa sagst ætla að fara sjálfur á slíkan fund. Katrín Lóa segist ekki vita hvort sá fundur hafi átt sér stað. Katrín Lóa segist einnig hafa fundað með mannauðstjóra KFC og í kjölfarið með hluta stjórnar fyrirtækisins. Hennar upplifun var sú að lítið var gert úr áreitinu sem hún sagðist hafa orðið fyrir. Hins vegar var henni gert að skrifa undir samning um það hvernig hún myndi greiða lánið til baka. Þá segist Katrín einnig hafa leitað til lögreglu vegna málsins en fengið þau svör að að hún þyrfti helst að geta lagt fram myndband af áreitinu sem sönnun. Hún lagði ekki fram kæru. Þá segir Katrín Lóa að hún hafi loksins hætt hjá fyrirtækinu í kjölfar þess að henni bauðst ný vinna og greiddi lánið frá Helga inn á reikning fyrirtækisins. Á öðrum stað í viðtalinu lýsir Katrín líðan sinni vegna áreitisins. Hún hafi orðið kvíðin, þunglynd og glímt við sjálfsvígshugsanir. „Alltaf þegar ég kom heim á kvöldin þá brotnaði ég niður. Grét mig í svefn þegar ég náði að sofa.“ Sér eftir samskiptunum Vísir hefur ekki náð tali af Helga Vilhjálmssyni vegna málsins. Í stuttri skriflegri yfirlýsingu til Stundarinnar biður hann Katrínu Lóu afsökunar. „Ég vil biðja Katrínu Lóu afsökunar. Ég gerði mistök í þessum samskiptum og sé eftir því.“ Umfjöllun Stundarinnar í heild sinni.
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Sonur minn fékk ekkert tækifæri“ Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010. 18. maí 2020 20:05 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
„Sonur minn fékk ekkert tækifæri“ Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010. 18. maí 2020 20:05