Forsætisráðherra segir engar blekkingar varðandi barnabætur Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2022 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti. Eftir að kjarasamningar Starfsgreinasambandsins, iðn- og tæknimanna og verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins lágu fyrir kynnti ríkisstjórnin aðgerðir sínar í tengslum við samningana á fréttamannafundi á mánudag. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun sakaði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðtoga stjórnarflokkanna um blekkingar á þeim fundi varðandi hækkun barnabóta upp á fimm milljarða króna. „Ég hrósaði ríkisstjórn að þessu tilefni. Nú vil ég draga þetta hrós til baka og lýsa yfir vonbrigðum með framkomu hæstvirts forsætisráðherra í þessu máli. Því komið hefur á daginn að þessi aukning upp á fimm milljarða er í raun aukning upp á tvo milljarða. Miðað við þá fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor, það fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í haust og frumvarpið eins og það liggur fyrir Alþingi eftir breytingar,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefði fyrir skemmstu lagt fram tillögur um hækkun barnabóta upp á þrjá milljarða á næsta ári en dregið þær til baka eftir kynningu ríkisstjórnarinnar. Nú þegar ljóst væri að hækkunin yrði ekki fimm heldur tveir milljarðar muni flokkurinn leggja fram breytingartillögu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. „Svona bókhaldsblekkingar draga úr trausti. Ég vil taka það fram að svona stjórnmál eru mér ekki að skapi,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Boðar kerfisbreytingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði engar blekkingar hefðu átt sér stað. Verið væri að boða kerfisbreytingu á barnabótakerfinu sem hækkuðu framlög til barnabóta um fimm milljarða á næstu tveimur árum en ella hefði orðið miðað við núverandi fjárhæðir og skerðingarmörk. Tvö þúsund fleiri fengju barnabætur á næsta ári og níu hundruð til viðbótar vegna verðlagsuppfærslu kerfisins. „Þannig að hér er ekki um neinn blekkingarleik að ræða. Hér er hins vegar um að ræða kerfisbreytingu sem hefur verið kallað eftir. Meðal annars í flokki háttvirts þingmanns, sem er að barnabótakerfið nái til fleiri fjölskyldna en áður,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Gerði einnig athugasemdir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði einnig athugasemdir við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Barnabótakerfið væri þannig upp byggt að það þyrfti að uppfæra það á hverju ár annars myndi það smátt og smátt þurrkast út. Þá hefðu stjórnvöld áður en til kjarasamningar lágu fyrir lofað að barnabætur yrðu 16 milljarðar á næsta ári en ekki 14,6 milljarðar í heildina eins og nú væri boðað. „Mig langar því að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort sé heiðarlegri og nákvæmari framsetning á þessari kerfisbreytingu barnabóta að það sé verið að hækka barnabætur um fimm milljarða eða hvort það sé tæplega verið að standa við fyrri loforð,“ sagði Björn Leví. Forsætisráðherra sagði það sérstaka ákvörðun á hverju ári hvort skerðingarmörk barnabóta verði uppfærð. Það væru dæmi þess að mörkin hefðu ekki verið uppfærð. Þá hefði fækkað í hópi þeirra sem ættu rétt á bótum en ekki fjölgað eins og nú. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Félagsmál Tengdar fréttir Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. 13. desember 2022 16:16 „Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Eftir að kjarasamningar Starfsgreinasambandsins, iðn- og tæknimanna og verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins lágu fyrir kynnti ríkisstjórnin aðgerðir sínar í tengslum við samningana á fréttamannafundi á mánudag. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun sakaði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðtoga stjórnarflokkanna um blekkingar á þeim fundi varðandi hækkun barnabóta upp á fimm milljarða króna. „Ég hrósaði ríkisstjórn að þessu tilefni. Nú vil ég draga þetta hrós til baka og lýsa yfir vonbrigðum með framkomu hæstvirts forsætisráðherra í þessu máli. Því komið hefur á daginn að þessi aukning upp á fimm milljarða er í raun aukning upp á tvo milljarða. Miðað við þá fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor, það fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í haust og frumvarpið eins og það liggur fyrir Alþingi eftir breytingar,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefði fyrir skemmstu lagt fram tillögur um hækkun barnabóta upp á þrjá milljarða á næsta ári en dregið þær til baka eftir kynningu ríkisstjórnarinnar. Nú þegar ljóst væri að hækkunin yrði ekki fimm heldur tveir milljarðar muni flokkurinn leggja fram breytingartillögu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. „Svona bókhaldsblekkingar draga úr trausti. Ég vil taka það fram að svona stjórnmál eru mér ekki að skapi,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Boðar kerfisbreytingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði engar blekkingar hefðu átt sér stað. Verið væri að boða kerfisbreytingu á barnabótakerfinu sem hækkuðu framlög til barnabóta um fimm milljarða á næstu tveimur árum en ella hefði orðið miðað við núverandi fjárhæðir og skerðingarmörk. Tvö þúsund fleiri fengju barnabætur á næsta ári og níu hundruð til viðbótar vegna verðlagsuppfærslu kerfisins. „Þannig að hér er ekki um neinn blekkingarleik að ræða. Hér er hins vegar um að ræða kerfisbreytingu sem hefur verið kallað eftir. Meðal annars í flokki háttvirts þingmanns, sem er að barnabótakerfið nái til fleiri fjölskyldna en áður,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Gerði einnig athugasemdir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði einnig athugasemdir við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Barnabótakerfið væri þannig upp byggt að það þyrfti að uppfæra það á hverju ár annars myndi það smátt og smátt þurrkast út. Þá hefðu stjórnvöld áður en til kjarasamningar lágu fyrir lofað að barnabætur yrðu 16 milljarðar á næsta ári en ekki 14,6 milljarðar í heildina eins og nú væri boðað. „Mig langar því að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort sé heiðarlegri og nákvæmari framsetning á þessari kerfisbreytingu barnabóta að það sé verið að hækka barnabætur um fimm milljarða eða hvort það sé tæplega verið að standa við fyrri loforð,“ sagði Björn Leví. Forsætisráðherra sagði það sérstaka ákvörðun á hverju ári hvort skerðingarmörk barnabóta verði uppfærð. Það væru dæmi þess að mörkin hefðu ekki verið uppfærð. Þá hefði fækkað í hópi þeirra sem ættu rétt á bótum en ekki fjölgað eins og nú.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Félagsmál Tengdar fréttir Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. 13. desember 2022 16:16 „Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. 13. desember 2022 16:16
„Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21