Frá þessu segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þar kemur einnig fram að sundlaugin á Hofsósi sé þó áfram opin.
„Áframhaldandi frostaspá er framundan og verður staðan varðandi lokanir endurmetin í samræmi við það.
Íbúar eru hvattir til að spara heitt vatn eftir bestu getu, til dæmis með því að lækka stillingar á heitavatnspotttum og plönum sem nota ekki afallsvatn.
Ástandið er sérstaklega slæmt á Sauðárkróki og hjá notendum Varmahlíðarveitu en tilmælunum er beint til allra notenda,“ segir á vef Skagafjarðar.