Draumur Katara að rætast Valur Páll Eiríksson skrifar 15. desember 2022 13:31 Tvær stærstu stjörnur PSG, sem er í katarskri eigu, keppa um stærsta heiður fótboltans í Doha. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírinn af Katar, gæti ekki beðið um betri úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í landinu. Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót. HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót.
HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira