Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2022 19:01 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. David Davies/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira