Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. desember 2022 16:27 María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, sem situr í meirihluta fjárlaganefndar. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48