Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. desember 2022 16:27 María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, sem situr í meirihluta fjárlaganefndar. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48