Sport

Þriggja ára keppnisbann fyrir að falsa tölvupóst

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Randolph Ross á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tókýó í Japan árið 2021.
Randolph Ross á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tókýó í Japan árið 2021. Getty

Ólympíugullverðlaunahafinn Randolph Ross, sem var hluti af bandaríska liðinu í 4x400m hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó, hefur verið settur í þriggja ára keppnisbann fyrir að falsa tölvupóst til lyfjaeftirlitsins.

Eftir að hafa misst af þremur lyfjaprófum á einu ári sagði þessi 21 árs gamli hlaupari að sjálfvirkur tölvupóstur hafi sýnt fram á að hann hafi gefið nýjar upplýsingar um hvar og hvernig væri hægt að ná í hann.

Hann viðurkenndi þó síðar að hann hafi átt við tölvupóstinn í samskiptum sínum við AIU [Athletics Integrity Unit].

Ross hefur nú verið settur í keppnisbann þar til í júní árið 2025 og öll úrslit hans frá og með 18. júní á þessu ári eru dæmd ógild. Hann heldur þó Ólympíugulli sínu, sem og liðsfélagar hans, frá því á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021.

„Það er algjört grundvallaratriði til að geta rekið íþróttina almennilega að íþróttamenn séu heiðarlegir í samskiptum sínum við AIU á meðan rannsókn stendur,“ sagði Brett Clothier, yfirmaður AIU, um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×