Viðræðum slitið um myndun nýrrar stjórnar í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 21:55 Leiðtogar færeysku flokkanna í sjónvarpskappræðum Kringvarpsins. Kringvarpið Jafnaðarflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Framsókn slitu í kvöld viðræðum um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum. Ágreiningur um ríkisstuðning frá Danmörku reyndist of stór biti til að kyngja, segir í frétt Kringvarps Færeyja. Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja: Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja:
Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34