Hringekja liðsstjóra í Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. desember 2022 07:01 Mattia Binotto, fyrrum liðsstjóri Ferrari. Afsögn Mattia Binotto sem liðsstjóra Ferrari liðsins í lok nóvember hefur sett af stað mikinn kapall sem að miklu leyti gekk upp í gær. Alls verða nýir liðsstjórar í að minnsta kosti fjórum liðum af tíu á næsta tímabili. Ferrari staðfesti í gær ráðningu Frederic Vasseur sem mun koma til Ferrari frá Alfa Romeo Sauber liðinu. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Vasseur hafi ekki verið fyrsti kostur Ferrari og að nokkrir aðrir hafi afþakkað starfið þar sem því þykja ekki fylgja nægjanlega mikil völd til að viðkomandi geti haft raunveruleg áhrif á liðið. Vasseur hefur þó ákveðin tengls við eina af stjörnum liðsins Charles Leclerc, sem áður ók fyrir Sauber liðið. Nokkrum mínútum seinna var Alfa Romeo Sauber búið að tilkynna að Andreas Seidl, taki við sem framkvæmdastjóri liðsins, sem mun brátt verða Audi liðið. Enn er óljóst hver verður liðsstjóri Sauber liðsins, þar sem Seidl er ráðinn sem framkvæmdastjóri, en ekki liðsstjóri og hefur sagt að hann sé að hefja leit að liðsstjóra. McLaren, hafandi látið Seidl af hendi flýtti sér að veita Andrea Stella stöðuhækkun. Hann var rekstrarstjóri liðsins en er nú orðinn liðsstjóri. Williams tilkynnti einnig um að Jost Capito liðsstjóri hins sögufræga liðs er á förum ásamt FX Demaison sem er tæknistjóri liðsins. Akstursíþróttir Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent
Ferrari staðfesti í gær ráðningu Frederic Vasseur sem mun koma til Ferrari frá Alfa Romeo Sauber liðinu. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Vasseur hafi ekki verið fyrsti kostur Ferrari og að nokkrir aðrir hafi afþakkað starfið þar sem því þykja ekki fylgja nægjanlega mikil völd til að viðkomandi geti haft raunveruleg áhrif á liðið. Vasseur hefur þó ákveðin tengls við eina af stjörnum liðsins Charles Leclerc, sem áður ók fyrir Sauber liðið. Nokkrum mínútum seinna var Alfa Romeo Sauber búið að tilkynna að Andreas Seidl, taki við sem framkvæmdastjóri liðsins, sem mun brátt verða Audi liðið. Enn er óljóst hver verður liðsstjóri Sauber liðsins, þar sem Seidl er ráðinn sem framkvæmdastjóri, en ekki liðsstjóri og hefur sagt að hann sé að hefja leit að liðsstjóra. McLaren, hafandi látið Seidl af hendi flýtti sér að veita Andrea Stella stöðuhækkun. Hann var rekstrarstjóri liðsins en er nú orðinn liðsstjóri. Williams tilkynnti einnig um að Jost Capito liðsstjóri hins sögufræga liðs er á förum ásamt FX Demaison sem er tæknistjóri liðsins.
Akstursíþróttir Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent