Opnar sig um þunglyndi: „Mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 09:00 Kahn vill losa um skömmina sem fylgir þunglyndi og opna umræðuna. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München og fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands, hefur opnað sig um þunglyndi sem hann hefur glímt við um hríð. Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar. Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar.
Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira