Sagður hafa vísað flóttafólki úr strætó og neitað að leyfa öðrum að greiða farið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. desember 2022 11:31 Joana segir í færslunni að bílstjórinn hafi öskrað á feðgana og hótað þeim með orðunum „I live in Njarðvík. I'll find you." Vísir/Vilhelm Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir frásögn af fordómafullri framkomu strætóbílstjóra, sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki koma sér á óvart. Hún hafi ítrekað heyrt af sambærilegum málum og kallar eftir úrbótum. Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni kannaðist ekki við málið en segir að það sé í skoðun. Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“ Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“
Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira