Sagður hafa vísað flóttafólki úr strætó og neitað að leyfa öðrum að greiða farið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. desember 2022 11:31 Joana segir í færslunni að bílstjórinn hafi öskrað á feðgana og hótað þeim með orðunum „I live in Njarðvík. I'll find you." Vísir/Vilhelm Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir frásögn af fordómafullri framkomu strætóbílstjóra, sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki koma sér á óvart. Hún hafi ítrekað heyrt af sambærilegum málum og kallar eftir úrbótum. Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni kannaðist ekki við málið en segir að það sé í skoðun. Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“ Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“
Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira