Sagður hafa vísað flóttafólki úr strætó og neitað að leyfa öðrum að greiða farið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. desember 2022 11:31 Joana segir í færslunni að bílstjórinn hafi öskrað á feðgana og hótað þeim með orðunum „I live in Njarðvík. I'll find you." Vísir/Vilhelm Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir frásögn af fordómafullri framkomu strætóbílstjóra, sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki koma sér á óvart. Hún hafi ítrekað heyrt af sambærilegum málum og kallar eftir úrbótum. Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni kannaðist ekki við málið en segir að það sé í skoðun. Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“ Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“
Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira