Efast um að skemmtiferðaskip séu góð nýting auðlinda Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2022 10:36 Skemmtiferðaskip á leið til og frá hafnar eru orðin alvanaleg sjón í Reykjavík á sumrin. Næsta sumar stefnir í að verða það langstærsta í komum skipa af þessu tagi. Vísir/Vilhelm Fráfarandi ferðamálastjóri efast verulega um skynsemi þess að taka á móti miklum fjölda farþega skemmtiferðaskipa og gagnrýnir að hafnarstjórar hafi of mikil völd að ákveða fjöldann sem kemur. Á næsta ári stefnir í algera sprengingu í fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum. Komum skemmtiferðaskipa fjölgaði mikið á árunum áður en kórónuveirufaraldurinn setti ferðaþjónustu í heiminum nánast á ís í tvö ár. Fjöldi farþega slíkra skipa í Faxaflóahöfnum meira en þrefaldaðist frá 2011 til 2019. Nú stefnir í algera sprengingu í komu skemmtiferðaskipa. Miðað við núverandi bókunarstöðu Faxaflóahafna er von á fleiri en 305.000 farþegum í 273 heimsóknum 98 skemmtiferðaskipa næsta sumar. Það væri 54% fjölgun frá metárinu 2019. Í viðtali við ferðamálavefsíðuna Túrista segist Skarphépinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóri, hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa sé besta ráðstöfun landsins á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Fulllangt hafi verið gengið í að eftirláta „tiltölulega þröngum hagsmunum“ að ákveða hvernig ferðaþjónustan þróist. „Að hafnarstjórar hringinn í kringum landið geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa um fimmtíu prósent á milli ára, á sama tíma og við vitum að innviðir sem eru til staðar ráða ekki við það. Við erum á villigötum,“ segir Skarphéðinn í viðtalinu. Forgangsraða þurfi hvernig eigi að nota náttúruauðlindir, áfangastaði og kolefnisspor ferðaþjónustunnar. Skarphéðinn segist hafa miklar efasemdir um að skemmtiferðaskipin séu besta ráðstöfunin á því. Aðeins eitt prósent af tekjum ferðaþjónustunnar Bendir Skarphéðinn á að heildartekjur af skemmtiferðaskipum séu um fimm milljarðar króna á ári. Þar af séu hafnargjöld 1,7 milljarðar. Miðað við að hver farþegi eyði fimm þúsund krónum í landi skili þeir 3,3 milljörðum króna. Þetta sé aðeins eitt prósent af heildartekjum ferðaþjónustunnar. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ segir Skarphéðinn við Túrista. Skarphéðinn, sem lætur af embætti um áramótin, segir að ferðaþjónustan hafi almennt vaxið af hratt árin fyrir heimsfaraldurinn. Brugðist hafi verið við því eins vel og hægt var. Vöxturinn sé aftur hraður nú en hann varar við því að fara geyst. „Ef fjöldi ferðamanna fer í þrjár eða fjórar milljónir, eða hvaða mörk sem við erum að tala um, þá þurfum við að gæta þess að vera í bílstjórasætinu. Við eigum ekki að láta utanaðkomandi aðila ráða því hvernig þessi vöxtur verður,“ segir hann. Uppfært 14:46 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að metár í fjölda farþega skemmtiferðaskipa í Faxaflóahöfnum hefði verið árið í ár en það rétta er að það var árið 2019. Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28. október 2022 10:33 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Komum skemmtiferðaskipa fjölgaði mikið á árunum áður en kórónuveirufaraldurinn setti ferðaþjónustu í heiminum nánast á ís í tvö ár. Fjöldi farþega slíkra skipa í Faxaflóahöfnum meira en þrefaldaðist frá 2011 til 2019. Nú stefnir í algera sprengingu í komu skemmtiferðaskipa. Miðað við núverandi bókunarstöðu Faxaflóahafna er von á fleiri en 305.000 farþegum í 273 heimsóknum 98 skemmtiferðaskipa næsta sumar. Það væri 54% fjölgun frá metárinu 2019. Í viðtali við ferðamálavefsíðuna Túrista segist Skarphépinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóri, hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa sé besta ráðstöfun landsins á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Fulllangt hafi verið gengið í að eftirláta „tiltölulega þröngum hagsmunum“ að ákveða hvernig ferðaþjónustan þróist. „Að hafnarstjórar hringinn í kringum landið geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa um fimmtíu prósent á milli ára, á sama tíma og við vitum að innviðir sem eru til staðar ráða ekki við það. Við erum á villigötum,“ segir Skarphéðinn í viðtalinu. Forgangsraða þurfi hvernig eigi að nota náttúruauðlindir, áfangastaði og kolefnisspor ferðaþjónustunnar. Skarphéðinn segist hafa miklar efasemdir um að skemmtiferðaskipin séu besta ráðstöfunin á því. Aðeins eitt prósent af tekjum ferðaþjónustunnar Bendir Skarphéðinn á að heildartekjur af skemmtiferðaskipum séu um fimm milljarðar króna á ári. Þar af séu hafnargjöld 1,7 milljarðar. Miðað við að hver farþegi eyði fimm þúsund krónum í landi skili þeir 3,3 milljörðum króna. Þetta sé aðeins eitt prósent af heildartekjum ferðaþjónustunnar. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ segir Skarphéðinn við Túrista. Skarphéðinn, sem lætur af embætti um áramótin, segir að ferðaþjónustan hafi almennt vaxið af hratt árin fyrir heimsfaraldurinn. Brugðist hafi verið við því eins vel og hægt var. Vöxturinn sé aftur hraður nú en hann varar við því að fara geyst. „Ef fjöldi ferðamanna fer í þrjár eða fjórar milljónir, eða hvaða mörk sem við erum að tala um, þá þurfum við að gæta þess að vera í bílstjórasætinu. Við eigum ekki að láta utanaðkomandi aðila ráða því hvernig þessi vöxtur verður,“ segir hann. Uppfært 14:46 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að metár í fjölda farþega skemmtiferðaskipa í Faxaflóahöfnum hefði verið árið í ár en það rétta er að það var árið 2019.
Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28. október 2022 10:33 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28. október 2022 10:33