„Þessi leikur komst aldrei á flug. Þetta var grófdauft og leiðinlegt bara. Keflvíkingar verða að endurborga fólkinu sem kom hérna í kvöld.“
Hann sagði sína menn hafa ekki verið góða sóknarlega í leiknum. Höttur hefði verið að spila á móti mjög góðu varnarliði.
„Á köflum náðum við að brjóta þá niður en það voru of langir kaflar sem við ströggluðum og hittum illa.“
Sóknarleikur Hattar væri þó ekki sérstakt vandamál.
„Þetta er bara vinna og áfram með hana.“
Eins og hjá Hjalta, þjálfara Keflavíkur, er næsta verkefni Viðars að undirbúa sitt lið fyrir bikarleik á mánudaginn. Ætlunin væri að slá út KR og komast þar með í undanúrslit sem yrði besti árangur í sögu Hattar. Hattarmenn fljúga heim austur í fyrramálið og koma aftur suður í bikarleikinn sama dag og hann fer fram.
„Heim aftur á þriðjudag og þá eru að koma jól.“
Að lokum var Viðar spurður hvort ætlunin væri að vinna í ákveðnum þáttum leiks liðsins t.d. í sóknarleiknum.
„Já, annars væri ég ekki að vinna vinnuna mína en ef þú ert að spá í framtíðinni þá væri ég bara til í að heyra í þér á laugardag, sunnudag og þú getur sagt mér hvað gerist á mánudaginn.“