Maté Dalmay: Skemmtilegast að vinna leikina þegar þú ert ekkert að spila neitt rosalega vel Sverrir Mar Smárason skrifar 8. desember 2022 23:25 Maté Dalmay er brúnaþungur á þessari mynd enda gömul mynd úr tapleik. Hann var það ekki í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Haukar unnu dramatískan eins stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem sigurkarfan var skoruð þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var mjög sætt sko. Skemmtilegast að vinna leikina þegar þú ert ekkert að spila neitt rosalega vel, sóknarlega allavega,“ sagði Maté skælbrosandi. Haukar voru yfir nánast allan leikinn, mest með 15 stiga forystu, en tvisvar náðu Stjörnumenn þó að koma til baka á skömmum kafla. Spyrli fannst það ekki hafa slegið Haukana mikið útaf laginu. „Jú það tók alveg dampinn úr okkar leik. Við stífnum alveg upp í fjórða leikhluta og hvort það séu villuvandræði í bland við fámenna róteringu og annað eins. Við vorum ekki góðir í fjórða leikhluta sóknarlega en flottir í þriðja leikhluta. Náðum líka þar 12-13 stiga forystu. Svo fáum við ágætis skot hérna en það skrúfast held ég 3-4 frá Orra úr horninu upp úr. „Grit and grind“ sigur bara,“ slétti Maté. Maté talaði um villuvandræði og ekki af ástæðulausu þar sem tveir hans stærstu menn voru snemma komnir í fjórar villur. Norbertas Giga var á fjórum villum allan síðari hálfleik á meðan Daniel Mortensen fékk sína fjórðu villu þegar 5 mínútur voru til leiksloka. „Þetta er erfiðasta „matchuppið“ fyrir Giga því Jucikas er þyngri en hann og hann er mjög vel skólaður. Gef Stjörnunni það að þeir voru mjög agaðir í því að leita að honum þegar mínir menn voru komnir í villuvandræði. Við leystum það stundum allt í lagi með einhverjum tvöföldunum og annað eins. Mjög erfitt að spila með þá báða á fjórum villum. Giga fékk einhverja draugavillu hérna í fyrstu sókn og er þá á fjórum allan leikinn,“ sagði Maté um villur sinna manna. Fyrir leik ræddi spyrill við Maté um hvernig hann hygðist loka á Robert Turner, leikmann Stjörnunnar, sem var með tæp 30 stig að meðaltali skoruð í leik fram að þessum. Hann sagðist hafa leiðir en reiknaði ekki með að halda honum í neinum fimm stigum. Turner fór ekki að finna pláss fyrr en í lok leiks og endaði með 19 stig í dag. „Ég held hann hafi skorað einhver sex stig þegar leið á úr „transition“ þegar við náðum ekki að setja upp vörnina okkar. Einstaklingsvörnin hjá Darwin Davis var upp á tíu og oft á tíðum var hjálparvörnin líka mjög frábær. Við þurfum í raun og veru, vegna þess að Darwin spilaði svo góða vörn, hélt honum alveg fyrir framan og „contestaði“ öll skotin hans fullkomlega, þá þurftum við ekkert mikið að fara í hjálpina, að byggja veggi og alls konar krúsídúllur sem við vorum búnir að æfa því hann geðri svo vel á hann einn á einn,“ sagði Maté um vörn sinna manna. Haukar fara með sigrinum upp í þriðja sætið með 12 stig, tveimur stigum frá toppi deildarinnar. Aðspurður hvort hann hyggst sækja nýjan mann til þess að keppast almennilega í toppnum svaraði Maté, „ég veit það ekki, við erum mjög ánægðir með hópinn eins og hann er. Hins vegar er hópurinn fljótur að verða þunnur þegar tveir af fyrstu sjö meiðast. Ég er mjög ánægðir með Emil, Alex og Alexander í dag en við erum klárlega með þynnsta hópinn eins og staðan er núna í úrvalsdeildinni. Hvort við lítum í kringum okkur þá þurfum við bara að skoða það um mánaðarmótin, taka fund og athuga hvað menn vilja gera þegar næsti leikur er búinn. Það kannski líka fer eftir því hvernig meiðslin hjá Róberti og Breka eru. Þeir eru að fá úr myndartökum og annað en við vitum ekki alveg stöðuna á þeim.“ Haukar Stjarnan Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
„Þetta var mjög sætt sko. Skemmtilegast að vinna leikina þegar þú ert ekkert að spila neitt rosalega vel, sóknarlega allavega,“ sagði Maté skælbrosandi. Haukar voru yfir nánast allan leikinn, mest með 15 stiga forystu, en tvisvar náðu Stjörnumenn þó að koma til baka á skömmum kafla. Spyrli fannst það ekki hafa slegið Haukana mikið útaf laginu. „Jú það tók alveg dampinn úr okkar leik. Við stífnum alveg upp í fjórða leikhluta og hvort það séu villuvandræði í bland við fámenna róteringu og annað eins. Við vorum ekki góðir í fjórða leikhluta sóknarlega en flottir í þriðja leikhluta. Náðum líka þar 12-13 stiga forystu. Svo fáum við ágætis skot hérna en það skrúfast held ég 3-4 frá Orra úr horninu upp úr. „Grit and grind“ sigur bara,“ slétti Maté. Maté talaði um villuvandræði og ekki af ástæðulausu þar sem tveir hans stærstu menn voru snemma komnir í fjórar villur. Norbertas Giga var á fjórum villum allan síðari hálfleik á meðan Daniel Mortensen fékk sína fjórðu villu þegar 5 mínútur voru til leiksloka. „Þetta er erfiðasta „matchuppið“ fyrir Giga því Jucikas er þyngri en hann og hann er mjög vel skólaður. Gef Stjörnunni það að þeir voru mjög agaðir í því að leita að honum þegar mínir menn voru komnir í villuvandræði. Við leystum það stundum allt í lagi með einhverjum tvöföldunum og annað eins. Mjög erfitt að spila með þá báða á fjórum villum. Giga fékk einhverja draugavillu hérna í fyrstu sókn og er þá á fjórum allan leikinn,“ sagði Maté um villur sinna manna. Fyrir leik ræddi spyrill við Maté um hvernig hann hygðist loka á Robert Turner, leikmann Stjörnunnar, sem var með tæp 30 stig að meðaltali skoruð í leik fram að þessum. Hann sagðist hafa leiðir en reiknaði ekki með að halda honum í neinum fimm stigum. Turner fór ekki að finna pláss fyrr en í lok leiks og endaði með 19 stig í dag. „Ég held hann hafi skorað einhver sex stig þegar leið á úr „transition“ þegar við náðum ekki að setja upp vörnina okkar. Einstaklingsvörnin hjá Darwin Davis var upp á tíu og oft á tíðum var hjálparvörnin líka mjög frábær. Við þurfum í raun og veru, vegna þess að Darwin spilaði svo góða vörn, hélt honum alveg fyrir framan og „contestaði“ öll skotin hans fullkomlega, þá þurftum við ekkert mikið að fara í hjálpina, að byggja veggi og alls konar krúsídúllur sem við vorum búnir að æfa því hann geðri svo vel á hann einn á einn,“ sagði Maté um vörn sinna manna. Haukar fara með sigrinum upp í þriðja sætið með 12 stig, tveimur stigum frá toppi deildarinnar. Aðspurður hvort hann hyggst sækja nýjan mann til þess að keppast almennilega í toppnum svaraði Maté, „ég veit það ekki, við erum mjög ánægðir með hópinn eins og hann er. Hins vegar er hópurinn fljótur að verða þunnur þegar tveir af fyrstu sjö meiðast. Ég er mjög ánægðir með Emil, Alex og Alexander í dag en við erum klárlega með þynnsta hópinn eins og staðan er núna í úrvalsdeildinni. Hvort við lítum í kringum okkur þá þurfum við bara að skoða það um mánaðarmótin, taka fund og athuga hvað menn vilja gera þegar næsti leikur er búinn. Það kannski líka fer eftir því hvernig meiðslin hjá Róberti og Breka eru. Þeir eru að fá úr myndartökum og annað en við vitum ekki alveg stöðuna á þeim.“
Haukar Stjarnan Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira