FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 07:30 Verkamenn í Katar hafa unnið við misgóðar aðstæður en skiptar skoðanir eru á fjölda andláta við uppbyggingu tengda mótinu. Francois Nel/Getty Images Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar. Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur. HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki