Seinni bylgjan telur Hörð ekki eiga möguleika: „Það er ekkert hjarta í þessu liði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2022 11:00 Hörður hefur aðeins náð í 1 stig í Olís deild karla í handbolta til þessa. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að lið Harðar muni falla úr Olís deild karla þó enn sé síðari hluti tímabilsins eftir. Farið var yfir slakan varnarleik liðsins í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. „Logi, þú ruglaðist vinur minn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson við Loga Geirsson áður en umræðan snerist að Harðverjum. „Þetta er ekkert eðlilega auðvelt, Haukarnir eru búnir að gera þetta í tíu ár. Maður veltir fyrir sér hvort lið eins og Hörður, með þjálfara eins og Carlos [Martin Santos], sem þekkir kannski ekki liðin nægilega vel; Gleymist þetta í undirbúningi leiksins?“ spurði Arnar Daði eftir klippu af Heimi Óla Heimissyni að skora tvö einstaklega auðveld mörk. „Ég held að þessi þjálfari sé góður, leikmennirnir eru bara ekki nógu góðir. Ef við brjótum þetta alveg niður, byrjum á grunninum. Þetta er þjálfari með frábæra hugmyndafræði, hann er að gera það sem maður myndi gera sjálfur en leikmennirnir bara geta það ekki. Sjá þá í vörninni, hlaupandi út úr stöðum. Varnarleikur snýst um miðjuna, þú ert með ákveðið hjarta en það er ekkert hjarta í þessu liði,“ sagði Logi ákveðinn. Logi hefur trú á Carlos Martin Santos.Vísir/Hulda Margrét „Partur af því að vera góður þjálfari er að láta liðið spila kerfi sem það getur spilað. Það er ekki partur af því að vera góður þjálfari að láta liðið spila eitthvað sem það geta ekki spilað,“ skaut Arnar Daði inn í. „Hann er búinn að láta þá spila allt, allar varnir,“ sagði Logi áður en Arnar Daði greip orðið á lofti og spurði: „Er það gott? Hann verður að einbeita sér að einum einföldum hlut.“ „Hann er að reyna. Hann er búinn að prófa að fara til baka. Þessir leikmenn geta bara ekki gert það sem hann er að biðja um,“ sagði Logi þá. Stefán Árni fékk þarna nóg af karpi þeirra félaga og spurði einfaldlega: „Tímabilið er hálfnað, er Hörður fallinn?“ Logi svaraði „Já“ um hæl. „Þeir eru ekki fallnir,“ svaraði Arnar Daði sem leiddi til þess að Stefán Árni orðaði spurningu sína upp á nýtt: „Geta þeir bjargað sér?“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Fyrri hluti Logi ákvað svo að svara rökstyðja svar sitt: „Það er ekki hægt að bjarga þeim úr þessu. Það er sama, þó þeir myndu fá 1-2 góða leikmenn. Ég er búinn með þolinmæðina, alltaf að bíða. Sáum einn góðan leik, annan góðan leik og fínir en svo bara hrun, hrun. Ekkert kerfi, engin vörn og enginn strúktur í hraðaupphlaupum. Það er eins og þeir kunni bara að spila sókn.“ „Það versta við þetta er að ég heyrði á Bylgjunni í dag að það var sólarupprás 11.45 fyrir Vestan í dag. Hvernig heldur þú að þessum mönnum líði? Þeir sjá ekki sólina,“ sagði Arnar Daði að endingu á meðan Logi og Stefán Árni héldu niðri í sér hlátrinum. Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Seinni hluti Hörður er á botni Olís deildarinnar með eitt stig að loknum 12 leikjum, níu stigum frá öruggu sæti. Handbolti Olís-deild karla Hörður Seinni bylgjan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
„Logi, þú ruglaðist vinur minn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson við Loga Geirsson áður en umræðan snerist að Harðverjum. „Þetta er ekkert eðlilega auðvelt, Haukarnir eru búnir að gera þetta í tíu ár. Maður veltir fyrir sér hvort lið eins og Hörður, með þjálfara eins og Carlos [Martin Santos], sem þekkir kannski ekki liðin nægilega vel; Gleymist þetta í undirbúningi leiksins?“ spurði Arnar Daði eftir klippu af Heimi Óla Heimissyni að skora tvö einstaklega auðveld mörk. „Ég held að þessi þjálfari sé góður, leikmennirnir eru bara ekki nógu góðir. Ef við brjótum þetta alveg niður, byrjum á grunninum. Þetta er þjálfari með frábæra hugmyndafræði, hann er að gera það sem maður myndi gera sjálfur en leikmennirnir bara geta það ekki. Sjá þá í vörninni, hlaupandi út úr stöðum. Varnarleikur snýst um miðjuna, þú ert með ákveðið hjarta en það er ekkert hjarta í þessu liði,“ sagði Logi ákveðinn. Logi hefur trú á Carlos Martin Santos.Vísir/Hulda Margrét „Partur af því að vera góður þjálfari er að láta liðið spila kerfi sem það getur spilað. Það er ekki partur af því að vera góður þjálfari að láta liðið spila eitthvað sem það geta ekki spilað,“ skaut Arnar Daði inn í. „Hann er búinn að láta þá spila allt, allar varnir,“ sagði Logi áður en Arnar Daði greip orðið á lofti og spurði: „Er það gott? Hann verður að einbeita sér að einum einföldum hlut.“ „Hann er að reyna. Hann er búinn að prófa að fara til baka. Þessir leikmenn geta bara ekki gert það sem hann er að biðja um,“ sagði Logi þá. Stefán Árni fékk þarna nóg af karpi þeirra félaga og spurði einfaldlega: „Tímabilið er hálfnað, er Hörður fallinn?“ Logi svaraði „Já“ um hæl. „Þeir eru ekki fallnir,“ svaraði Arnar Daði sem leiddi til þess að Stefán Árni orðaði spurningu sína upp á nýtt: „Geta þeir bjargað sér?“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Fyrri hluti Logi ákvað svo að svara rökstyðja svar sitt: „Það er ekki hægt að bjarga þeim úr þessu. Það er sama, þó þeir myndu fá 1-2 góða leikmenn. Ég er búinn með þolinmæðina, alltaf að bíða. Sáum einn góðan leik, annan góðan leik og fínir en svo bara hrun, hrun. Ekkert kerfi, engin vörn og enginn strúktur í hraðaupphlaupum. Það er eins og þeir kunni bara að spila sókn.“ „Það versta við þetta er að ég heyrði á Bylgjunni í dag að það var sólarupprás 11.45 fyrir Vestan í dag. Hvernig heldur þú að þessum mönnum líði? Þeir sjá ekki sólina,“ sagði Arnar Daði að endingu á meðan Logi og Stefán Árni héldu niðri í sér hlátrinum. Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Seinni hluti Hörður er á botni Olís deildarinnar með eitt stig að loknum 12 leikjum, níu stigum frá öruggu sæti.
Handbolti Olís-deild karla Hörður Seinni bylgjan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira