Innherji

„Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna

Hörður Ægisson skrifar
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sagði að áhætta hefði ekki verið „rétt verðlögð“ og vísaði til þess tímabils sem hefur staðið yfir frá alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008 þar sem seðlabankar beggja vegna Atlantshafsins hafa viðhaldið vöxtum sínum afar lágum auk þess að standa að kaupum á ríkisskuldabréfum sem er ígildi peningaprentunar.
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sagði að áhætta hefði ekki verið „rétt verðlögð“ og vísaði til þess tímabils sem hefur staðið yfir frá alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008 þar sem seðlabankar beggja vegna Atlantshafsins hafa viðhaldið vöxtum sínum afar lágum auk þess að standa að kaupum á ríkisskuldabréfum sem er ígildi peningaprentunar. Vísir/Vilhelm

Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna.


Tengdar fréttir

Ó­ljóst hvernig SÍ vill taka á um­svifum líf­eyris­sjóða á lána­markaði

Æðstu stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa síðustu misserum kallað eftir því að regluverkinu í kringum lífeyrissjóði verði breytt í samræmi við aukin umsvif sjóðanna á húsnæðislánamarkaði og hefur jafnvel komið fram í máli seðlabankastjóra að honum hugnist ekki þátttaka lífeyrissjóða á markaðinum. En þrátt fyrir að stjórnendur bankans hafi haft uppi stór orð um auknar kröfur gagnvart lífeyrissjóðum er ekki ljóst hvernig þeir vilja taka á lánastarfsemi sjóðanna nú þegar hlutdeild þeirra á markaðinum fer aftur vaxandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×