Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 13:30 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti kjarapakkann á fréttamannafundi í dag. Samfylkingin/Hari Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. Með kjarapakkanum leggur Samfylkingin fram afmarkaðar breytingar við fjárlög en flokkurinn leggur til annars konar nálgun en núverandi ríkisstjórn hefur fylgt. Markmiðið er að verja heimilisbókhaldið hjá fólki og um leið vinna gegn verðbólgu með mótvægisaðgerðum og tryggja að aðhaldið sé þar sem þenslan er í raun og veru. „Allt aðhald ríkisstjórnarinnar er lagt á almenning. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hækkar skatta með hækkun krónutölugjalda sem falla þyngra á fólk eftir því sem það hefur lægri tekjur. Samfylkingin vill sýna að það er hægt að fara aðra leið í þessum efnum,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í tilkynningu um málið. Kristrún Frostadóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Oddný Harðardóttir á fundinum í dag.Samfylkingin/Hari Þrettán milljarðar í kjarabætur Kjarapakkinn er í tveimur hlutum og er hver tillaga útskýrð nánar í drögum að nefndaráliti sem dreift verður Alþingi í dag. Í fyrri hlutanum, sem snýr að því að verja heimilisbókhaldið, eru tillögur í fimm liðum og fela í sér þrettán milljarða króna í kjarabætur. Í fyrsta lagi er lagt til að fallið verði frá gjaldhækkunum ríkisstjórnarinnar og að krónutölugjöld hækki um 2,5 prósent í stað 7,7 prósent milli ára en kostnaðurinn af slíkri breytingu er um fjórir milljarðar króna. Þá muni húsnæðisbætur til leigjenda hækka um tíu prósent, sem myndi kosta um einn milljarð króna, og tímabundin leigubremsa að danskri og skoskri fyrirmynd tekin upp. Húsnæðisbætur hafi ekki fylgt leiguverðshækkun, þær hafi staðið óhreyfðar frá árinu 2017 fram á mitt þetta ár þegar bæturnar voru hækkaðar um tíu prósent en á því tímabili hafi leiguverð hækkað að meðaltali um 35 prósent. Tillögur Samfylkingarinnar til að verja heimilin 1. Falla frá gjaldahækkunum ríkisstjórnar ● Krónutölugjöld hækki um 2,5% í stað 7,7% á milli ára 2. Hækka húsnæðisbætur til leigjenda ● Hækkun um 10% og tímabundin leigubremsa að danskri og skoskri fyrirmynd 3. Hækka vaxtabætur til millitekjufólks ● Eignaskerðingamörk hækki um 50% eins og íbúðaverð frá 2020 4. Hækka barnabætur til fjölskyldna ● Þrír milljarðar til hækkunar á fjárhæð með barni og viðmiðunarmörkum 5. Tvöfalda framlög til uppbyggingar ● Stofnframlög til íbúðauppbyggingar verði ekki helminguð heldur tvöfölduð 2023 Sömuleiðis er lagt til að hækka vaxtabætur til millitekjufólks þannig að eignaskerðingamörk hækki um fimmtíu prósent til jafns við hækkun íbúðaverðs frá 2020 en slík hækkun myndi kosta 700 milljónir króna. Þá verði barnabætur til fjölskyldna hækkaðar um þrjá milljarða króna, sem er 22 prósent hækkun frá núverandi fjárheimild. Þannig verði hægt að hækka fjárhæð með hverju barni og viðmiðunarmörk verði þannig að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en raunin er í dag. Einnig eigi að tvöfalda framlög til uppbyggingar þannig að stofnframlög til íbúðabyggingar verði tvöfölduð frekar en helminguð á næsta ári. Sautján milljarðar náist með mótvægisaðgerðum Seinni hluti pakkans er í fjórum liðum og snýr að mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu sem muni skila sautján milljörðum króna. Í fyrsta lagi er lagt til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður úr 22 prósent í 25 prósent en sú hækkun falli nær eingöngu á tekjuhæstu tíu prósent landsmanna. Sú breyting myndi koma til móts við lægri gjaldahækkunum sem lagt var til í fyrri hluta kjarapakkans og skila fimm milljörðum króna. Þá þurfi að takmarka möguleika fólks til að telja launatekjur fram sem fjármagnstekjur, eða að loka „ehf.-gatinu“ svokallaða. Ætla megi að verulegur hluti atvinnutekna sé ranglega talinn fram sem fjármagnstekjur en með aðgerðum sem takmarka möguleika til tekjutilflutnings megi auka tekjur hins opinbera um þrjá til átta milljarða á ári. Tillögur Samfylkingarinnar til að vinna gegn verðbólgu 1. Hækka fjármagnstekjuskatt ● Hækkun úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu 10% landsmanna 2. Loka „ehf.-gatinu“ svokallaða ● Takmarka möguleika fólks til að telja launatekjur fram sem fjármagnstekjur 3. Leggja álag á veiðigjöld stórútgerða ● Hvalrekaskattur á metarðsemi stærri útgerða vegna verðhækkana sjávarafurða 4. Afturkalla bankaskattslækkun að hluta ● Fjögurra milljarða hækkun á bankaskatti sem var lækkaður um sex milljarða 2020 Í þriðja lagi verði álag lagt á veiðigjöld stórútgerða en þau hafi hagnast á ástandinu í alþjóðabúskapnum þar sem miklar hækkanir hafa verið á verðmæti sjávarafurða. Líta mætti á álagið sem hvalrekaskatt til endurdreifingar um samfélagið og gæti það skilað fjórum milljörðum króna. Að lokum verði bankaskattslækkun afturkölluð að hluta og bankaskatturinn, sem lækkaður var um sex milljarða árið 2020, verði þar með hækkaður um fjóra milljarða. Ljóst sé að kostnaðarlækkunin hafi ekki skilað sér til neytenda og ekkert gert af hálfu stjórnvalda til að styrkja samkeppni á bankamarkaði. Þá hafi salan á Íslandsbanka ekki hjálpað til. „Svona á ekki að stjórna landi“ Samfylkingin mun fylgja kjarapakkanum eftir á Alþingi á næstu dögum með því að leggja fram breytingartillögur við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Þá verður ítarlegt nefndarálit Kristrúnar, sem situr í fjárlaganefnd Alþingis, dreift á Alþingi seinna í dag. „Við sem viljum stjórna í þágu almennings viljum sjá framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnun sem festir kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnun sem felur fyrst og fremst í sér að neyð er sköpuð til þess eins að geta hlaupið inn líkt og bjargvættur rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Svona á ekki að stjórna landi,“ segir í drögum að álitinu sem sent var á fjölmiðla. Efnahagsmál Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verðlag Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52 Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Með kjarapakkanum leggur Samfylkingin fram afmarkaðar breytingar við fjárlög en flokkurinn leggur til annars konar nálgun en núverandi ríkisstjórn hefur fylgt. Markmiðið er að verja heimilisbókhaldið hjá fólki og um leið vinna gegn verðbólgu með mótvægisaðgerðum og tryggja að aðhaldið sé þar sem þenslan er í raun og veru. „Allt aðhald ríkisstjórnarinnar er lagt á almenning. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hækkar skatta með hækkun krónutölugjalda sem falla þyngra á fólk eftir því sem það hefur lægri tekjur. Samfylkingin vill sýna að það er hægt að fara aðra leið í þessum efnum,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í tilkynningu um málið. Kristrún Frostadóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Oddný Harðardóttir á fundinum í dag.Samfylkingin/Hari Þrettán milljarðar í kjarabætur Kjarapakkinn er í tveimur hlutum og er hver tillaga útskýrð nánar í drögum að nefndaráliti sem dreift verður Alþingi í dag. Í fyrri hlutanum, sem snýr að því að verja heimilisbókhaldið, eru tillögur í fimm liðum og fela í sér þrettán milljarða króna í kjarabætur. Í fyrsta lagi er lagt til að fallið verði frá gjaldhækkunum ríkisstjórnarinnar og að krónutölugjöld hækki um 2,5 prósent í stað 7,7 prósent milli ára en kostnaðurinn af slíkri breytingu er um fjórir milljarðar króna. Þá muni húsnæðisbætur til leigjenda hækka um tíu prósent, sem myndi kosta um einn milljarð króna, og tímabundin leigubremsa að danskri og skoskri fyrirmynd tekin upp. Húsnæðisbætur hafi ekki fylgt leiguverðshækkun, þær hafi staðið óhreyfðar frá árinu 2017 fram á mitt þetta ár þegar bæturnar voru hækkaðar um tíu prósent en á því tímabili hafi leiguverð hækkað að meðaltali um 35 prósent. Tillögur Samfylkingarinnar til að verja heimilin 1. Falla frá gjaldahækkunum ríkisstjórnar ● Krónutölugjöld hækki um 2,5% í stað 7,7% á milli ára 2. Hækka húsnæðisbætur til leigjenda ● Hækkun um 10% og tímabundin leigubremsa að danskri og skoskri fyrirmynd 3. Hækka vaxtabætur til millitekjufólks ● Eignaskerðingamörk hækki um 50% eins og íbúðaverð frá 2020 4. Hækka barnabætur til fjölskyldna ● Þrír milljarðar til hækkunar á fjárhæð með barni og viðmiðunarmörkum 5. Tvöfalda framlög til uppbyggingar ● Stofnframlög til íbúðauppbyggingar verði ekki helminguð heldur tvöfölduð 2023 Sömuleiðis er lagt til að hækka vaxtabætur til millitekjufólks þannig að eignaskerðingamörk hækki um fimmtíu prósent til jafns við hækkun íbúðaverðs frá 2020 en slík hækkun myndi kosta 700 milljónir króna. Þá verði barnabætur til fjölskyldna hækkaðar um þrjá milljarða króna, sem er 22 prósent hækkun frá núverandi fjárheimild. Þannig verði hægt að hækka fjárhæð með hverju barni og viðmiðunarmörk verði þannig að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en raunin er í dag. Einnig eigi að tvöfalda framlög til uppbyggingar þannig að stofnframlög til íbúðabyggingar verði tvöfölduð frekar en helminguð á næsta ári. Sautján milljarðar náist með mótvægisaðgerðum Seinni hluti pakkans er í fjórum liðum og snýr að mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu sem muni skila sautján milljörðum króna. Í fyrsta lagi er lagt til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður úr 22 prósent í 25 prósent en sú hækkun falli nær eingöngu á tekjuhæstu tíu prósent landsmanna. Sú breyting myndi koma til móts við lægri gjaldahækkunum sem lagt var til í fyrri hluta kjarapakkans og skila fimm milljörðum króna. Þá þurfi að takmarka möguleika fólks til að telja launatekjur fram sem fjármagnstekjur, eða að loka „ehf.-gatinu“ svokallaða. Ætla megi að verulegur hluti atvinnutekna sé ranglega talinn fram sem fjármagnstekjur en með aðgerðum sem takmarka möguleika til tekjutilflutnings megi auka tekjur hins opinbera um þrjá til átta milljarða á ári. Tillögur Samfylkingarinnar til að vinna gegn verðbólgu 1. Hækka fjármagnstekjuskatt ● Hækkun úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu 10% landsmanna 2. Loka „ehf.-gatinu“ svokallaða ● Takmarka möguleika fólks til að telja launatekjur fram sem fjármagnstekjur 3. Leggja álag á veiðigjöld stórútgerða ● Hvalrekaskattur á metarðsemi stærri útgerða vegna verðhækkana sjávarafurða 4. Afturkalla bankaskattslækkun að hluta ● Fjögurra milljarða hækkun á bankaskatti sem var lækkaður um sex milljarða 2020 Í þriðja lagi verði álag lagt á veiðigjöld stórútgerða en þau hafi hagnast á ástandinu í alþjóðabúskapnum þar sem miklar hækkanir hafa verið á verðmæti sjávarafurða. Líta mætti á álagið sem hvalrekaskatt til endurdreifingar um samfélagið og gæti það skilað fjórum milljörðum króna. Að lokum verði bankaskattslækkun afturkölluð að hluta og bankaskatturinn, sem lækkaður var um sex milljarða árið 2020, verði þar með hækkaður um fjóra milljarða. Ljóst sé að kostnaðarlækkunin hafi ekki skilað sér til neytenda og ekkert gert af hálfu stjórnvalda til að styrkja samkeppni á bankamarkaði. Þá hafi salan á Íslandsbanka ekki hjálpað til. „Svona á ekki að stjórna landi“ Samfylkingin mun fylgja kjarapakkanum eftir á Alþingi á næstu dögum með því að leggja fram breytingartillögur við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Þá verður ítarlegt nefndarálit Kristrúnar, sem situr í fjárlaganefnd Alþingis, dreift á Alþingi seinna í dag. „Við sem viljum stjórna í þágu almennings viljum sjá framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnun sem festir kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnun sem felur fyrst og fremst í sér að neyð er sköpuð til þess eins að geta hlaupið inn líkt og bjargvættur rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Svona á ekki að stjórna landi,“ segir í drögum að álitinu sem sent var á fjölmiðla.
Tillögur Samfylkingarinnar til að verja heimilin 1. Falla frá gjaldahækkunum ríkisstjórnar ● Krónutölugjöld hækki um 2,5% í stað 7,7% á milli ára 2. Hækka húsnæðisbætur til leigjenda ● Hækkun um 10% og tímabundin leigubremsa að danskri og skoskri fyrirmynd 3. Hækka vaxtabætur til millitekjufólks ● Eignaskerðingamörk hækki um 50% eins og íbúðaverð frá 2020 4. Hækka barnabætur til fjölskyldna ● Þrír milljarðar til hækkunar á fjárhæð með barni og viðmiðunarmörkum 5. Tvöfalda framlög til uppbyggingar ● Stofnframlög til íbúðauppbyggingar verði ekki helminguð heldur tvöfölduð 2023
Tillögur Samfylkingarinnar til að vinna gegn verðbólgu 1. Hækka fjármagnstekjuskatt ● Hækkun úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu 10% landsmanna 2. Loka „ehf.-gatinu“ svokallaða ● Takmarka möguleika fólks til að telja launatekjur fram sem fjármagnstekjur 3. Leggja álag á veiðigjöld stórútgerða ● Hvalrekaskattur á metarðsemi stærri útgerða vegna verðhækkana sjávarafurða 4. Afturkalla bankaskattslækkun að hluta ● Fjögurra milljarða hækkun á bankaskatti sem var lækkaður um sex milljarða 2020
Efnahagsmál Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verðlag Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52 Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01
Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52
Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07