Fjölgun hvala í hafíssleysinu bendi til að vendipunkti hafi verið náð Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 11:41 Langreyðar á svamli í Norður-Atlantshafi. Vísir/Getty Óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka í hafinu við Suðaustur-Grænland sem var áður þakið hafís er sagður benda til þess að vendipunkti hafi verið náð í umhverfisskilyrðum og vistkerfum þar. Hafís er nánast horfinn af svæðinu yfir sumarmánuðina. Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar. Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar.
Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira