Körfubolti

Svo ótrúleg skotsýning hjá Curry að margir segja að um fölsun sé að ræða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Stephen Curry er rosalega þriggja stiga skytta en er hann svona góður?
 Stephen Curry er rosalega þriggja stiga skytta en er hann svona góður? Getty/Ezra Shaw

Bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry er líklega besta skytta körfuboltasögunnar, hann verður alla vega alltaf í umræðunni.

Fjölmörg myndbönd hafa birst af Curry að setja boltann af löngu færi og kannski eru þau þekktustu af honum þegar hann endar upphitun á því að skjóta frá leikmannagöngunum.

Nýjasta myndbandið er hins vegar Curry skotsýning í tíunda veldi.

Í myndbandinu sést Curry henda boltanum ítrekað yfir allan völlinn og beint ofan í körfuna.

Alls setur Curry fimm slík langskot niður og endað síðan á því að hlaupa himinlifandi út úr salnum.

Það er því kannski ekkert skrýtið að margir haldi því fram að um fölsun sé að ræða.

Curry er vissulega magnaður skotmaður en er þetta ekki aðeins of langt gengið.

Trúi því sem trúa vill en hér yfir neðan má sjá þessa ótrúlegu skotsýningu kappans.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×