Heilu þorpin grafin undir ösku og leðju Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 10:14 Frá þorpinu Kajar Kuning þar sem öskan og leðjan nær upp að húsþökum. AP/Imanuel Yoga Björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að flytja fólk af svæðinu í kringum eldfjallið Semeru á Austur-Jövu í Indónesíu. Eldgosið byrjaði að spúa ösku í gær en hún náði meira en 1.500 metra í loftið og liggja heilu þorpin undir ösku og leðju. Verst ku staðan vera í þorpunum Sumberwuluh og Supiturang þar sem askan er sögð ná upp að þaki húsa. AP fréttaveitan segir að engar tilkynningar um mannfalli hafi borist en búið er að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi. Samkvæmt fréttaveitunni hófst eldgosið vegna mikillar rigningar í Indónesíu. Hún leiddi til þess að hraunhvelfing yfir gíg eldfjallsins hrundi. Við það flæddi hrauns og heitt gas niður hlíðar fjallsins og yfir þorp. Brú sem var nýverið nýbyggð eftir að hún eyðilagðist í eldgosi í fyrra, eyðilagðist aftur. Síðast gaus í Semeru í desember í fyrra og þá dó 51. Margir þeirra voru að vinna í hlíðum fjallsins við að grafa sand og dóu í þorpum sem grófust undir leðju. Þá þurfti að flytja rúmlega tíu þúsund manns af svæðinu við eldfjallið en Austur-Java er mjög þéttbýl og þúsundir búa í hlíðum eldfjallsins og við rætur þess. People inspect their ash-covered village following the eruption of Mount Semeru in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga Ríkisstjóri héraðsins segir íbúa enn muna vel eftir eldgosinu í fyrra og flestir hafi flúið þegar eldfjallið byrjaði að láta á sér kræla í gær. Margir hafi þó snúið aftur í dag til að huga að heimilum sínum og eigum. AFP segir um 2.500 manns halda til í neyðarskýlum. Þá sé verið að dreifa grímum til íbúa og setja upp fjöldaeldhús sem fólk geti notað. Svo virðist sem virkni í eldfjallinu hafi dregist saman en sérfræðingar óttast enn samspil mikillar ösku og rigningar. Það gæti leitt til frekari skriðufalla. [UPDATE] Pada pukul 12.00 WIB, Gunung Semeru naik status menjadi Level IV (Awas), dari sebelumnya Level III (Siaga).Dihimbau utk tidak beraktivitas dalam radius 8 km dari puncak, dan sektoral arah tenggara (Besuk Kobokai dan Kali Lanang) sejauh 19 km dari puncak.#KLHK pic.twitter.com/9tLp0HbVUw— Kementerian LHK (@KementerianLHK) December 4, 2022 Villagers inspect an area affected by the eruption of Mount Semeru in Kajar Kuning vilage in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga Indónesía Náttúruhamfarir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Verst ku staðan vera í þorpunum Sumberwuluh og Supiturang þar sem askan er sögð ná upp að þaki húsa. AP fréttaveitan segir að engar tilkynningar um mannfalli hafi borist en búið er að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi. Samkvæmt fréttaveitunni hófst eldgosið vegna mikillar rigningar í Indónesíu. Hún leiddi til þess að hraunhvelfing yfir gíg eldfjallsins hrundi. Við það flæddi hrauns og heitt gas niður hlíðar fjallsins og yfir þorp. Brú sem var nýverið nýbyggð eftir að hún eyðilagðist í eldgosi í fyrra, eyðilagðist aftur. Síðast gaus í Semeru í desember í fyrra og þá dó 51. Margir þeirra voru að vinna í hlíðum fjallsins við að grafa sand og dóu í þorpum sem grófust undir leðju. Þá þurfti að flytja rúmlega tíu þúsund manns af svæðinu við eldfjallið en Austur-Java er mjög þéttbýl og þúsundir búa í hlíðum eldfjallsins og við rætur þess. People inspect their ash-covered village following the eruption of Mount Semeru in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga Ríkisstjóri héraðsins segir íbúa enn muna vel eftir eldgosinu í fyrra og flestir hafi flúið þegar eldfjallið byrjaði að láta á sér kræla í gær. Margir hafi þó snúið aftur í dag til að huga að heimilum sínum og eigum. AFP segir um 2.500 manns halda til í neyðarskýlum. Þá sé verið að dreifa grímum til íbúa og setja upp fjöldaeldhús sem fólk geti notað. Svo virðist sem virkni í eldfjallinu hafi dregist saman en sérfræðingar óttast enn samspil mikillar ösku og rigningar. Það gæti leitt til frekari skriðufalla. [UPDATE] Pada pukul 12.00 WIB, Gunung Semeru naik status menjadi Level IV (Awas), dari sebelumnya Level III (Siaga).Dihimbau utk tidak beraktivitas dalam radius 8 km dari puncak, dan sektoral arah tenggara (Besuk Kobokai dan Kali Lanang) sejauh 19 km dari puncak.#KLHK pic.twitter.com/9tLp0HbVUw— Kementerian LHK (@KementerianLHK) December 4, 2022 Villagers inspect an area affected by the eruption of Mount Semeru in Kajar Kuning vilage in Lumajang, East Java, Indonesia, Monday, Dec. 5, 2022. Indonesia's highest volcano on its most densely populated island released searing gas clouds and rivers of lava Sunday in its latest eruption.AP/Imanuel Yoga
Indónesía Náttúruhamfarir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira