Körfubolti

Gott gengi Golden State á heimavelli heldur áfram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Curry átti góðan leik í nótt.
Curry átti góðan leik í nótt. Vísir/Getty

Steph Curry og Andrew Wiggins voru í aðalhlutverki hjá Golden State Warriors í nótt þegar liðið lagði Houston Rockets á heimavelli. Rudy Gobert hjá Minnesota Timberwolves var rekinn út úr húsi fyrir að fella mótherja.

Golden State Warriors hafa verið að skríða upp töfluna að undanförnu og mættu Houston Rockets á heimavelli sem hafa ekki átt góðu gengi að fagna í vetur. Andrew Wiggins skoraði 36 stig fyrir Warriors og Steph Curry bætti við 30 stigum og 10 stoðsendingum í 120-101 sigri liðsins.

Warriors hafa nú unnið ellefu af tólf heimaleikjum sínum á tímabilinu og eru í sjötta sæti Vesturdeildarinnar.

Minnesota Timberwolves tapaði á heimavelli gegn Oklahoma Thunder þar sem Rudy Gobert var rekinn af velli í öðrum leikhluta fyrir að fella Kenrich Williams undir körfunni. Alls voru dæmdar átta tæknivillur á liðin í leiknum sem Oklahoma Thunder vann 135-128 útisigur. 

Luka Doncic skoraði 30 stig fyrir Dallas Mavericks sem vann 121-100 útisigur á New York Knicks. Doncic bætti þar að auki við átta fráköstum og sjö stoðsendingum en hann hefur verið frábær á tímabilinu fyrir Dallas liðið sem er þó fyrir neðan miðja Vesturdeildina.

Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt:

Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 96-123

Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 96-105

Toronto Raptors - Orlando Magic 121-108

Utah Jazz - Portland Trailblazers 111-116

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×