Körfubolti

Vandræði Tryggva og félaga halda áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Basket Zaragoza hafa byrjað tímabilið illa.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Basket Zaragoza hafa byrjað tímabilið illa. vísir/vilhelm

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Basket Zaragoza töpuðu sínum öðrum leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Unicaja Malaga, 104-78.

Tryggvi lék í rúmar sautján mínútur. Á þeim tíma skoraði hann fimm stig og tók sex fráköst. Tryggvi hitti úr tveimur af fimm skotum sínum utan af velli og annað af tveimur vítaskotum sem hann tók fór ofan í.

Unicaja byrjaði leikinn mun betur og náði strax frumkvæðinu. Heimamenn voru 49-34 yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik.

Zaragoza er í 15. sæti spænsku deildarinnar af átján liðum. Tryggvi og félagar hafa unnið tvo leiki af tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×