Lífið

Diego allur að braggast: Fyrsta myndin eftir slysið

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Kötturinn Diego er allur að braggast. Þetta er fyrsta myndin sem birst hefur af honum eftir slysið.
Kötturinn Diego er allur að braggast. Þetta er fyrsta myndin sem birst hefur af honum eftir slysið. Facebook

Frægasti köttur landsins og lukkudýr Skeifunnar, Diegó, er allur að koma til eftir bílslys fyrir rúmri viku. Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta en geta nú andað léttar, þar sem bataferlið virðist ganga vonum framar.

Sigrún Ósk Snorradóttir, eigandi Diego, birti færslu á Facebook hópnum „Spottaði Diego“ í dag. Segja má að hópurinn sé í raun aðdáandasíða kattarins. 

Sigrún segir að Diegó sé allur að koma til og stefnt sé að aðgerð á morgun 

„Hann er orðinn líkur sjálfum sér, malar og borðar. Hann biður voða vel að heilsa ykkur, þakkar fyrir hlýja kveðjur og hlakkar að hitta ykkur aftur í Skeifunni," skrifar Sigrún. 

Vísir fjallaði á dögunum um slysið og söfnunina sem hrundið var af stað fyrir dýralæknakostnaði: 


Tengdar fréttir

Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir um­ferðar­slys

Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×