Lögreglan í Tampa situr um hús Antonio Brown sem neitar að koma út Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 22:05 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Antonio Brown kemur sér í vandræði. Vísir/Getty Lögreglan í Tampa hefur gefið út handtökuskipun á hendur Antonio Brown eftir að hann hótaði barnsmóður sinni með skotvopni. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neiti að koma út. Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér. NFL Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér.
NFL Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira