Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 11:53 Lögreglumenn á ferð við sendiráð Úkraínu í Madrid í gær. Einn særðist þegar blossaði ákafleg upp úr bréfi sem barst sendiráðinu og var stílað á sendiherrann. AP/Paul White Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid slasaðist lítillega þegar öflugur blossi gaus upp þegar hann handfjatlaði bréf sem barst því í gær. Sambærileg bréf voru send vopnaverksmiðju í Zaragoza og flugherstöð nærri Madrid. Þá var eitt bréf til viðbótar stílað á Margarítu Robles, varnarmálaráðherra, í morgun. Nú hefur innanríkisráðuneytið upplýst rannsóknardómstól sem rannsakar bréfasendingarnar að sambærilegt bréf hafi verið sent í La Moncloa, forsetahöllina í Madrid, og að það hafi verið stílað á Sánchez, forsætisráðherra, að sögn spænska dagblaðsins El País. Bréfið til Sánchez er sagt hafa verið handskrifað og tölvupóstfang var skráð sem sendandi. Heimildir blaðsins herma að bréfin fimm hafi öll verið eins. Bréfið sem barst Sánchez var stöðvað þegar það fór í gegnum gegnumlýsingartæki á fimmtudag í síðustu viku. Því var eytt en ekki var greint frá atvikinu til þess að spilla ekki fyrir rannsókn á því, að sögn heimildarmanna blaðsins innan stjórnarráðsins. Öryggiseftirlit við opinberar byggingar var aukið eftir að bréfið fannst. Rannsakendur eru sagðir beina sjónum sínum að tengslum bréfanna og hvort að þau hafi eitthvað með innrás Rússa í Úkraínu að gera. Spænska ríkisstjórnin sendi Úkraínumönnum vopn af sömu gerð og eru framleidd í vopnaverkskmiðjunni sem fékk eitt bréfið. Bréfið sem fannst á herflugvellinum í Torrejón de Ardoz nærri Madrid í nótt var stílað á yfirmann gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins. Í morgun fannst svo enn eitt bréfið í varnarmálaráðuneytinu í Madrid, stílað á Robles ráðherra. Sprengjusérfræðingar sprengdu það bréf skömmu eftir klukkan ellefu að staðartíma í morgun. Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid slasaðist lítillega þegar öflugur blossi gaus upp þegar hann handfjatlaði bréf sem barst því í gær. Sambærileg bréf voru send vopnaverksmiðju í Zaragoza og flugherstöð nærri Madrid. Þá var eitt bréf til viðbótar stílað á Margarítu Robles, varnarmálaráðherra, í morgun. Nú hefur innanríkisráðuneytið upplýst rannsóknardómstól sem rannsakar bréfasendingarnar að sambærilegt bréf hafi verið sent í La Moncloa, forsetahöllina í Madrid, og að það hafi verið stílað á Sánchez, forsætisráðherra, að sögn spænska dagblaðsins El País. Bréfið til Sánchez er sagt hafa verið handskrifað og tölvupóstfang var skráð sem sendandi. Heimildir blaðsins herma að bréfin fimm hafi öll verið eins. Bréfið sem barst Sánchez var stöðvað þegar það fór í gegnum gegnumlýsingartæki á fimmtudag í síðustu viku. Því var eytt en ekki var greint frá atvikinu til þess að spilla ekki fyrir rannsókn á því, að sögn heimildarmanna blaðsins innan stjórnarráðsins. Öryggiseftirlit við opinberar byggingar var aukið eftir að bréfið fannst. Rannsakendur eru sagðir beina sjónum sínum að tengslum bréfanna og hvort að þau hafi eitthvað með innrás Rússa í Úkraínu að gera. Spænska ríkisstjórnin sendi Úkraínumönnum vopn af sömu gerð og eru framleidd í vopnaverkskmiðjunni sem fékk eitt bréfið. Bréfið sem fannst á herflugvellinum í Torrejón de Ardoz nærri Madrid í nótt var stílað á yfirmann gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins. Í morgun fannst svo enn eitt bréfið í varnarmálaráðuneytinu í Madrid, stílað á Robles ráðherra. Sprengjusérfræðingar sprengdu það bréf skömmu eftir klukkan ellefu að staðartíma í morgun.
Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54