Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 08:55 Lögreglumenn standa vörð nærri úkraínska sendiráðinu í Madrid þar sem bréfsprengja sprakk í höndum starfsmanns í gær. AP/Paul White Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. Grunsamlegt umslag fannst við gegnumlýsingu í gervihnattamiðstöð herflugvallarins í Torrejón de Ardoz í nágrenni höfuðborgarinnar Madridar á fjórða tímanum að staðartíma í nótt. Umslagið var sagt líkjast þeim sem voru send til úkraínska sendiráðsins í Madrid og vopnaverksmiðju í Zaragoza í gær. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu á milli bréfasendinganna. Vopnaverksmiðja Instalaza í Zaragoza á miðjum Spáni framleiðir meðal annars skotvörpur, handsprengjur og nætursjónauka sem hún flytur út til 35 landa, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Spænsk yfirvöld sendu 1.370 handsprengjuvörpur af sömu tegund og Instalaza auglýsir á vefsíðu sinni, léttvélbyssur og 700.000 skothylki af ýmsum hlaupvíddum til Úkraínu í mars. Það var ein fyrsta vopnasendingin til landsins eftir innrás Rússa í febrúar. Herða gæslu við sendiráðið RTVE segir að landsréttur Spánar rannsaki bréfsendinguna til úkraínska sendiráðsins sem hryðjuverk og innanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að öryggisgæsla við það verði hert í kjölfar tilræðisins. Oleh Nikolenko, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að bréfið hafi borist með almennum pósti til sendiráðsins. Bréfið hafi sprungið í höndum skrifstofustjóra sendiráðsins. Hann hafi slasast lítillega en aðrir starfsmenn hafi sloppið ómeiddir. Lögregla lýsti atvikinu sem „áköfum bruna“. „Hverjum þeim sem stendur að baki þessari sprengingu mun ekki auðnast að hræða úkraínska erindreka eða stöðva daglegar tilraunir þeirra til þess að styrkja Úkraínu og svara árásum Rússa,“ sagði Nikolenko við AP-fréttastofuna. Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Grunsamlegt umslag fannst við gegnumlýsingu í gervihnattamiðstöð herflugvallarins í Torrejón de Ardoz í nágrenni höfuðborgarinnar Madridar á fjórða tímanum að staðartíma í nótt. Umslagið var sagt líkjast þeim sem voru send til úkraínska sendiráðsins í Madrid og vopnaverksmiðju í Zaragoza í gær. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu á milli bréfasendinganna. Vopnaverksmiðja Instalaza í Zaragoza á miðjum Spáni framleiðir meðal annars skotvörpur, handsprengjur og nætursjónauka sem hún flytur út til 35 landa, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Spænsk yfirvöld sendu 1.370 handsprengjuvörpur af sömu tegund og Instalaza auglýsir á vefsíðu sinni, léttvélbyssur og 700.000 skothylki af ýmsum hlaupvíddum til Úkraínu í mars. Það var ein fyrsta vopnasendingin til landsins eftir innrás Rússa í febrúar. Herða gæslu við sendiráðið RTVE segir að landsréttur Spánar rannsaki bréfsendinguna til úkraínska sendiráðsins sem hryðjuverk og innanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að öryggisgæsla við það verði hert í kjölfar tilræðisins. Oleh Nikolenko, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að bréfið hafi borist með almennum pósti til sendiráðsins. Bréfið hafi sprungið í höndum skrifstofustjóra sendiráðsins. Hann hafi slasast lítillega en aðrir starfsmenn hafi sloppið ómeiddir. Lögregla lýsti atvikinu sem „áköfum bruna“. „Hverjum þeim sem stendur að baki þessari sprengingu mun ekki auðnast að hræða úkraínska erindreka eða stöðva daglegar tilraunir þeirra til þess að styrkja Úkraínu og svara árásum Rússa,“ sagði Nikolenko við AP-fréttastofuna.
Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54