Hraunað yfir danska liðið í fjölmiðlum eftir klúðrið í Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 19:00 Christian Eriksen og félagar fá útreið í dönskum fjölmiðlum eftir tapið gegn Ástralíu. Vísir/Getty Danskir fjölmiðlar slá ekkert af í gagnrýni sinni á danska knattspyrnulandsliðið en liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap gegn Ástralíu í dag. Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“ HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira