Eiríkur í óleysanlegri klemmu um það hvar hann á að kaupa eigin bók Snorri Másson skrifar 1. desember 2022 08:58 Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur lýsti á bloggi sínu nýverið flókinni stöðu sem hann stóð frammi fyrir þegar hann vildi útvega kunningjum eintök af jólabók hans þetta árið, Frankensleiki. Honum bauðst að kaupa höfundareintök af Forlaginu, útgefanda bókarinnar, á 3.119 krónur, en hefði þá þurft að láta senda þær til Ísafjarðar, þar sem hann er búsettur. Á Ísafirði kostar bókin hins vegar 3.198 krónur í Bónus, sem er aðeins 2,5% hærra verð. „Og þá spyr ég mig eðlilega hvort ég eigi heldur að panta þau aðeins ódýrari frá Forlaginu – og láta senda mér að sunnan með tilheyrandi kostnaði – eða bara fara inn í Bónus og kaupa þau þar? Ef ég geri það, og sel þau svo dýrar er ég þá ekki bara að okra á fólki? Og ef ég endursel þau á sama verði, er ég þá ekki bara kominn í vinnu fyrir Bónus?“ skrifar Eiríkur. Í Íslandi í dag var rætt við Eirík, sem lýsti því að hann hafi raunar ekki enn komist að niðurstöðu um það hvort væri skynsamlegra; að kaupa bókina í Bónus eða af eigin forleggjara. Eiríkur Örn Norðdahl sendi frá sér sína fyrstu bók árið 2001 og hefur síðan marga fjöruna sopið.Baldur Páll Hólmgeirsson „Það er bara of vandræðalegt að fara í bókabúð og kaupa eigin bók. En þetta er náttúrulega ekki alveg hægt. Ég hef aldrei fengið útskýringu á því sem ég trúi alveg á því hvers vegna þetta er svona. Forlagið segir bara að Bónus niðurgreiði þetta bara, svo maður komi inn og kaupi mjólkurlíterinn. En mér finnst það ekki alveg ganga upp. En mér finnst líka ósennilegt að Forlagið sé að selja Bónus bókina ódýrar en þeir selja mér hana, og ég vona að það sé allavega ekki þannig,“ sagði Eiríkur. Í viðtalinu er rætt um hvaðeina sem viðkemur bókaútgáfu þessa dagana, og meðal annars farið yfir sérstaka en spennandi nýja barnabók Eiríks, Frankensleiki, hryllingssögu sem gerist um jólin. Hvað er enda hryllilegra en óvægin tilkynning um að jólasveinninn sé að minnsta kosti ekki allur þar sem hann er séður, ef hann er þá til yfirleitt. Frankensleikir fjallar um systkini sem búa til ófreskju úr jólasveinum.Twitter/Eiríkur Örn Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Jólasveinar Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun 2022 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2022 hefur verði úthlutað og fengu umsækjendur bréf frá Stjórn listamannalauna nú í morgun hvort þeir fengu eða ekki. Kætast þá margir eða eru svekktir eftir atvikum. Nú rétt í þessu var gefin út tilkynning um hverjir fá og má sjá lista yfir þá hér neðar. 13. janúar 2022 15:06 Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl Eiríkur Örn Norðdahl segir meðal annars í mögnuðu viðtali að bókmenntir séu siðlaus verknaður. 28. október 2018 09:00 „Mér finnst auðvitað þessi gagnrýnandi í Dagens Nyheter vera hvínandi fábjáni“ Eiríkur Örn Norðdahl fær ekki háa einkunn fyrir bók sína Brúin yfir Tangagötu í Dagens Nyheter. 25. október 2021 11:52 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Honum bauðst að kaupa höfundareintök af Forlaginu, útgefanda bókarinnar, á 3.119 krónur, en hefði þá þurft að láta senda þær til Ísafjarðar, þar sem hann er búsettur. Á Ísafirði kostar bókin hins vegar 3.198 krónur í Bónus, sem er aðeins 2,5% hærra verð. „Og þá spyr ég mig eðlilega hvort ég eigi heldur að panta þau aðeins ódýrari frá Forlaginu – og láta senda mér að sunnan með tilheyrandi kostnaði – eða bara fara inn í Bónus og kaupa þau þar? Ef ég geri það, og sel þau svo dýrar er ég þá ekki bara að okra á fólki? Og ef ég endursel þau á sama verði, er ég þá ekki bara kominn í vinnu fyrir Bónus?“ skrifar Eiríkur. Í Íslandi í dag var rætt við Eirík, sem lýsti því að hann hafi raunar ekki enn komist að niðurstöðu um það hvort væri skynsamlegra; að kaupa bókina í Bónus eða af eigin forleggjara. Eiríkur Örn Norðdahl sendi frá sér sína fyrstu bók árið 2001 og hefur síðan marga fjöruna sopið.Baldur Páll Hólmgeirsson „Það er bara of vandræðalegt að fara í bókabúð og kaupa eigin bók. En þetta er náttúrulega ekki alveg hægt. Ég hef aldrei fengið útskýringu á því sem ég trúi alveg á því hvers vegna þetta er svona. Forlagið segir bara að Bónus niðurgreiði þetta bara, svo maður komi inn og kaupi mjólkurlíterinn. En mér finnst það ekki alveg ganga upp. En mér finnst líka ósennilegt að Forlagið sé að selja Bónus bókina ódýrar en þeir selja mér hana, og ég vona að það sé allavega ekki þannig,“ sagði Eiríkur. Í viðtalinu er rætt um hvaðeina sem viðkemur bókaútgáfu þessa dagana, og meðal annars farið yfir sérstaka en spennandi nýja barnabók Eiríks, Frankensleiki, hryllingssögu sem gerist um jólin. Hvað er enda hryllilegra en óvægin tilkynning um að jólasveinninn sé að minnsta kosti ekki allur þar sem hann er séður, ef hann er þá til yfirleitt. Frankensleikir fjallar um systkini sem búa til ófreskju úr jólasveinum.Twitter/Eiríkur Örn
Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Jólasveinar Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun 2022 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2022 hefur verði úthlutað og fengu umsækjendur bréf frá Stjórn listamannalauna nú í morgun hvort þeir fengu eða ekki. Kætast þá margir eða eru svekktir eftir atvikum. Nú rétt í þessu var gefin út tilkynning um hverjir fá og má sjá lista yfir þá hér neðar. 13. janúar 2022 15:06 Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl Eiríkur Örn Norðdahl segir meðal annars í mögnuðu viðtali að bókmenntir séu siðlaus verknaður. 28. október 2018 09:00 „Mér finnst auðvitað þessi gagnrýnandi í Dagens Nyheter vera hvínandi fábjáni“ Eiríkur Örn Norðdahl fær ekki háa einkunn fyrir bók sína Brúin yfir Tangagötu í Dagens Nyheter. 25. október 2021 11:52 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þessi fá listamannalaun 2022 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2022 hefur verði úthlutað og fengu umsækjendur bréf frá Stjórn listamannalauna nú í morgun hvort þeir fengu eða ekki. Kætast þá margir eða eru svekktir eftir atvikum. Nú rétt í þessu var gefin út tilkynning um hverjir fá og má sjá lista yfir þá hér neðar. 13. janúar 2022 15:06
Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl Eiríkur Örn Norðdahl segir meðal annars í mögnuðu viðtali að bókmenntir séu siðlaus verknaður. 28. október 2018 09:00
„Mér finnst auðvitað þessi gagnrýnandi í Dagens Nyheter vera hvínandi fábjáni“ Eiríkur Örn Norðdahl fær ekki háa einkunn fyrir bók sína Brúin yfir Tangagötu í Dagens Nyheter. 25. október 2021 11:52