„Listin læknar ekki en hún hefur hjálpað“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. desember 2022 11:01 Helena og Rósa Björk voru að senda frá sér lagið Jólin með þér sem fjallar meðal annars um tengsl á milli jólanna og söknuðar. Aðsend „Mig langaði ekki að textinn yrði beint um pabba því ég held að ég hafi bara ekki verið tilbúin í það,“ segir tónlistarkonan Rósa Björk Ásmundsdóttir um lagið Jólin með þér sem hún og Helena Hafsteinsdóttir voru að senda frá sér en þær mynda sviðslistahópinn heró. Ásamt laginu var að koma út tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Lífið eftir föðurmissi Rósa Björk gekk í gegnum erfiða lífsreynslu í sumar þegar faðir hennar var bráðkvaddur. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að ræða við hana um lífið, sorgina og listsköpunina. „Listin læknar ekki þannig séð en hún hefur hjálpað töluvert. Sérstaklega að vinna með krökkum,“ segir Rósa sem kennir sex til tólf ára börnum hjá bæði Leynileikhúsinu og hjá Dýnamík. „Kennslan var eitthvað sem ég sá alveg fyrir mér í framtíðinni en kom mér á óvart að myndi taka við núna. Þetta var meira svona hugmynd um að þegar ég yrði fimmtug ætlaði ég að vera að kenna og sinna listinni til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Ro sa Bjo rk A smunds (@rosaasmunds) Innblástur sóttur til Eivarar Hún segir kennsluna þó ofboðslega skemmtilega. „Við Helena komum svo með þessa hugmynd að jólalagi sem væri í svipuðum dúr og lagið Dansaðu vindur með Eivör. Það er eitt uppáhalds jólalag okkar Helenu.“ Þær ákváðu því að prófa að semja melódíu í líkingu við hana. „Við hugsuðum að ef við fyndum hana á stuttum tíma gætum við hent í þetta. Svo gekk það. Þetta er mikið kvæði, mjúkt og í líkindum við lag Eivarar með aðeins hægara tempó-i. Svo tókum við upp barnakór, sem er svo sætt og börnin spila veigamikið hlutverk í laginu.“ Helena og Rósa ásamt leikurum í myndbandinu. Þeir eru: Emilía Ósk Andradóttir, María Ísabella Ívarsdóttir, Anna Sigrún Fannarsdóttir, Karítas Líf Bjartsdóttir Linett, Lára Kristín Agnarsdóttir, Erla Kamilla Hallsdóttir, Emilía Rún Valsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir, Apríl Ósk Ingvarsdóttir, Ketilbjörn Jökull Árnason og Hjördís Ása Ólafsdóttir.Aðsend Börnin og jólin Myndbandið segir svo frá börnum að undirbúa jólin og er sýnt frá sjónarhorni einnar stelpunnar. „Þetta átti ekki að vera mjög þungt en gefur þó til kynna að það sé söknuður í gangi. Við sömdum því texta um fyrstu jólin án einhvers.“ Rósa var ekki tilbúin að hafa textann of mikið um pabba sinn því hún treysti sér ekki til þess strax. „Ef það kemur þá gerist það seinna en þetta er mjög almennur texti sem flestir geta tengt við. Svo kemur kannski tími þar sem maður er tilbúinn að fara að grafa aðeins dýpra.“ Hún segir listina án efa hafa reynst sér vel en þó sé margt annað sem hún þurfi að gera til að vinna í sorginni. „Það er fullt af stöðum eins og Sorgarmiðstöðin og fleiri flottar stofnanir sem maður á að hafa samband við. Hún veitir syrgjendum og aðstandendum þeirra mjög mikinn stuðning og er vert að auglýsa ef fólk þarf á stuðning að halda.“ View this post on Instagram A post shared by Ro sa Bjo rk A smunds (@rosaasmunds) Lærir að lifa með sorginni Rósa segir lagið tengjast áfallinu og nýjum heim sem verður til í kjölfarið. „Ég fæ svona það sem ég kalla verkkvíða og er kvíði fyrir einhverju sem ég veit að verður erfitt þó það sé ekki byrjað. Og ég er búin að vera með þannig kvíða fyrir jólunum og að það þurfi að vera erfitt. Svo þarf þetta ekki endilega að verða erfitt og þá kvíði ég því að það sé ekki erfitt.“ Hún segist hafa átt góð samtöl við vini sem búa yfir sambærilegum lífsreynslum og það eina sem sé hægt að gera við sorgina sé að læra að lifa með henni. „Ég er með smá kvíða fyrir jólunum, hvað þau verða og að geta ekki séð þau fyrir mér almennilega. En ég kem alltaf að því að það verður aldrei neitt jafn slæmt og þessi dagur í sumar þegar ég missti pabba. Það verður aldrei jafn mikið tráma fyrir líkamann.“ Rósa Björk og Helenan vinna vel saman og eru góðar vinkonur.Aðsend Valdeflandi að velja sínar hefðir Rósa á systkinin Kötu og Einar sem eru 18 og 21 árs. Systkinin ætla að finna sínar jólahefðir og finna hvar þeim líður best yfir hátíðirnar. „Við erum að finna út okkar leiðir, erum öll fullorðin en við ætlum líka að vera eitthvað saman öll til að finna stuðning hvert hjá öðru. Ég held að það verði valdeflandi líka að fá að velja hvernig maður vill hafa hlutina og hefðirnar.“ Rósa ásamt föður sínum og systkinum fyrir nokkrum árum síðan.Aðsend Fegurðin í ófullkomnuninni Aðspurð hvort hún hafi upplifað einhvers konar tilfinningalega losun við gerð lagsins segir Rósa: „Já og ég held að það verði enn meira þegar lagið kemur út. Þetta er búið að vera mjög hratt ferli hjá okkur en við Helena vinnum reyndar oftast mjög hratt, ég get ekki setið á lagi lengi. En ég er án efa búin að finna losun. Ég er vanalega með fullkomnunaráráttu en þegar við erum að taka upp núna er þetta mjög ófullkomið og eins kærulaust á jákvæðasta hátt í heimi og ég hef verið í minni listsköpun. Það er allt í lagi núna þó einn tónn sé kannski flatur því þannig á það kannski bara að vera. Ég er að kynnast mér öðruvísi sem listakonu, það þarf ekki allt að vera fullkomið og það er eiginlega bara fallegra ef það er ekki.“ Rósa Björk og Helena mynda sviðslistahópinn heró en þær eru báðar leikkonur að mennt.Aðsend Berskjaldandi að segja sína sögu Rósa hefur hlakkað til að gefa þetta frá sér en þessu fylgja þó skiljanlega flóknari og erfiðri tilfinningar en með önnur lög. „Ég er alltaf mjög spennt að deila því sem ég er að gera með fjölskyldunni minni en núna hef ég ekki leyft neinum að heyra. Ég hef verið í kúlu fram að þessu, þetta er búið að vera mitt og Helenu þangað til núna. Það þekkja allir listamenn þetta, það er erfitt að koma einhverju frá sér. Maður upplifir sig berskjaldaðan við að segja sína sögu og það verður mjög tilfinningaríkt en ég finn bara fyrir smá losun þegar ég hugsa út í það. Að fara inn í jólin með þennan rólega blæ, það verður mjög gott,“ segir Rósa að lokum. View this post on Instagram A post shared by Helena Hafsteinsdóttir (@helenahaffa) Sviðslistahópurinn heró vinnur ýmist við leikhúsa- sem og kvikmyndaframleiðslu en er upprunalega stofnaður sem hljómsveit. Hljómsveitin var stofnuð árið 2020 og hafa þær Helena og Rósa unnið saman síðan þá í ýmsum verkefnum en þær eru báðar leikkonur að mennt. Helena og Rósa Björk voru að senda frá sér lagið Jólin með þér sem fjallar meðal annars um tengsl á milli jólanna og söknuðar.Aðsend Í augnablikinu eru þær að vinna að spennandi verkefnum sem líta dagsins ljós á nýju ári en þar á meðal er þetta tónlistarmyndband sem var tekið upp í samstarfi við Dýnamík Sviðslistaskóla. Í vinnslu er einnig stuttmyndin Good Mourning og barnaleiksýningin Mangi Magnaði ásamt öðru. Tónlist Jól Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sækja innblástur í heimahagana í nýju lagi Íslenski poppdúettinn heró gefur í dag út lagið Sorry (Lofa Veit Betur). Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við lagið. 8. apríl 2022 14:30 Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Lífið eftir föðurmissi Rósa Björk gekk í gegnum erfiða lífsreynslu í sumar þegar faðir hennar var bráðkvaddur. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að ræða við hana um lífið, sorgina og listsköpunina. „Listin læknar ekki þannig séð en hún hefur hjálpað töluvert. Sérstaklega að vinna með krökkum,“ segir Rósa sem kennir sex til tólf ára börnum hjá bæði Leynileikhúsinu og hjá Dýnamík. „Kennslan var eitthvað sem ég sá alveg fyrir mér í framtíðinni en kom mér á óvart að myndi taka við núna. Þetta var meira svona hugmynd um að þegar ég yrði fimmtug ætlaði ég að vera að kenna og sinna listinni til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Ro sa Bjo rk A smunds (@rosaasmunds) Innblástur sóttur til Eivarar Hún segir kennsluna þó ofboðslega skemmtilega. „Við Helena komum svo með þessa hugmynd að jólalagi sem væri í svipuðum dúr og lagið Dansaðu vindur með Eivör. Það er eitt uppáhalds jólalag okkar Helenu.“ Þær ákváðu því að prófa að semja melódíu í líkingu við hana. „Við hugsuðum að ef við fyndum hana á stuttum tíma gætum við hent í þetta. Svo gekk það. Þetta er mikið kvæði, mjúkt og í líkindum við lag Eivarar með aðeins hægara tempó-i. Svo tókum við upp barnakór, sem er svo sætt og börnin spila veigamikið hlutverk í laginu.“ Helena og Rósa ásamt leikurum í myndbandinu. Þeir eru: Emilía Ósk Andradóttir, María Ísabella Ívarsdóttir, Anna Sigrún Fannarsdóttir, Karítas Líf Bjartsdóttir Linett, Lára Kristín Agnarsdóttir, Erla Kamilla Hallsdóttir, Emilía Rún Valsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir, Apríl Ósk Ingvarsdóttir, Ketilbjörn Jökull Árnason og Hjördís Ása Ólafsdóttir.Aðsend Börnin og jólin Myndbandið segir svo frá börnum að undirbúa jólin og er sýnt frá sjónarhorni einnar stelpunnar. „Þetta átti ekki að vera mjög þungt en gefur þó til kynna að það sé söknuður í gangi. Við sömdum því texta um fyrstu jólin án einhvers.“ Rósa var ekki tilbúin að hafa textann of mikið um pabba sinn því hún treysti sér ekki til þess strax. „Ef það kemur þá gerist það seinna en þetta er mjög almennur texti sem flestir geta tengt við. Svo kemur kannski tími þar sem maður er tilbúinn að fara að grafa aðeins dýpra.“ Hún segir listina án efa hafa reynst sér vel en þó sé margt annað sem hún þurfi að gera til að vinna í sorginni. „Það er fullt af stöðum eins og Sorgarmiðstöðin og fleiri flottar stofnanir sem maður á að hafa samband við. Hún veitir syrgjendum og aðstandendum þeirra mjög mikinn stuðning og er vert að auglýsa ef fólk þarf á stuðning að halda.“ View this post on Instagram A post shared by Ro sa Bjo rk A smunds (@rosaasmunds) Lærir að lifa með sorginni Rósa segir lagið tengjast áfallinu og nýjum heim sem verður til í kjölfarið. „Ég fæ svona það sem ég kalla verkkvíða og er kvíði fyrir einhverju sem ég veit að verður erfitt þó það sé ekki byrjað. Og ég er búin að vera með þannig kvíða fyrir jólunum og að það þurfi að vera erfitt. Svo þarf þetta ekki endilega að verða erfitt og þá kvíði ég því að það sé ekki erfitt.“ Hún segist hafa átt góð samtöl við vini sem búa yfir sambærilegum lífsreynslum og það eina sem sé hægt að gera við sorgina sé að læra að lifa með henni. „Ég er með smá kvíða fyrir jólunum, hvað þau verða og að geta ekki séð þau fyrir mér almennilega. En ég kem alltaf að því að það verður aldrei neitt jafn slæmt og þessi dagur í sumar þegar ég missti pabba. Það verður aldrei jafn mikið tráma fyrir líkamann.“ Rósa Björk og Helenan vinna vel saman og eru góðar vinkonur.Aðsend Valdeflandi að velja sínar hefðir Rósa á systkinin Kötu og Einar sem eru 18 og 21 árs. Systkinin ætla að finna sínar jólahefðir og finna hvar þeim líður best yfir hátíðirnar. „Við erum að finna út okkar leiðir, erum öll fullorðin en við ætlum líka að vera eitthvað saman öll til að finna stuðning hvert hjá öðru. Ég held að það verði valdeflandi líka að fá að velja hvernig maður vill hafa hlutina og hefðirnar.“ Rósa ásamt föður sínum og systkinum fyrir nokkrum árum síðan.Aðsend Fegurðin í ófullkomnuninni Aðspurð hvort hún hafi upplifað einhvers konar tilfinningalega losun við gerð lagsins segir Rósa: „Já og ég held að það verði enn meira þegar lagið kemur út. Þetta er búið að vera mjög hratt ferli hjá okkur en við Helena vinnum reyndar oftast mjög hratt, ég get ekki setið á lagi lengi. En ég er án efa búin að finna losun. Ég er vanalega með fullkomnunaráráttu en þegar við erum að taka upp núna er þetta mjög ófullkomið og eins kærulaust á jákvæðasta hátt í heimi og ég hef verið í minni listsköpun. Það er allt í lagi núna þó einn tónn sé kannski flatur því þannig á það kannski bara að vera. Ég er að kynnast mér öðruvísi sem listakonu, það þarf ekki allt að vera fullkomið og það er eiginlega bara fallegra ef það er ekki.“ Rósa Björk og Helena mynda sviðslistahópinn heró en þær eru báðar leikkonur að mennt.Aðsend Berskjaldandi að segja sína sögu Rósa hefur hlakkað til að gefa þetta frá sér en þessu fylgja þó skiljanlega flóknari og erfiðri tilfinningar en með önnur lög. „Ég er alltaf mjög spennt að deila því sem ég er að gera með fjölskyldunni minni en núna hef ég ekki leyft neinum að heyra. Ég hef verið í kúlu fram að þessu, þetta er búið að vera mitt og Helenu þangað til núna. Það þekkja allir listamenn þetta, það er erfitt að koma einhverju frá sér. Maður upplifir sig berskjaldaðan við að segja sína sögu og það verður mjög tilfinningaríkt en ég finn bara fyrir smá losun þegar ég hugsa út í það. Að fara inn í jólin með þennan rólega blæ, það verður mjög gott,“ segir Rósa að lokum. View this post on Instagram A post shared by Helena Hafsteinsdóttir (@helenahaffa) Sviðslistahópurinn heró vinnur ýmist við leikhúsa- sem og kvikmyndaframleiðslu en er upprunalega stofnaður sem hljómsveit. Hljómsveitin var stofnuð árið 2020 og hafa þær Helena og Rósa unnið saman síðan þá í ýmsum verkefnum en þær eru báðar leikkonur að mennt. Helena og Rósa Björk voru að senda frá sér lagið Jólin með þér sem fjallar meðal annars um tengsl á milli jólanna og söknuðar.Aðsend Í augnablikinu eru þær að vinna að spennandi verkefnum sem líta dagsins ljós á nýju ári en þar á meðal er þetta tónlistarmyndband sem var tekið upp í samstarfi við Dýnamík Sviðslistaskóla. Í vinnslu er einnig stuttmyndin Good Mourning og barnaleiksýningin Mangi Magnaði ásamt öðru.
Tónlist Jól Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sækja innblástur í heimahagana í nýju lagi Íslenski poppdúettinn heró gefur í dag út lagið Sorry (Lofa Veit Betur). Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við lagið. 8. apríl 2022 14:30 Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sækja innblástur í heimahagana í nýju lagi Íslenski poppdúettinn heró gefur í dag út lagið Sorry (Lofa Veit Betur). Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við lagið. 8. apríl 2022 14:30