Snorri Helga, Systur og Fóstbræður á Degi íslenskrar tónlistar Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 12:00 Systur, Auður Jónsdóttir, Snorri Helgason og Karlakórinn Fóstbræður koma fram. vísir Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag. Íslensk tónlist sem og tónlistarfólk í forgrunni og íslenskir tónar fá þá vonandi að heyrast sem víðast. Í tilefni dagsins verður athöfn í Hörpu þar sem veittar verða viðurkenningar, einstaklingum og hópum, fyrir góð störf í þágu íslensks tónlistarlífs og að auki kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og flytur lög dagsins. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og stendur til 13:45 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fóstbræður, Snorri Helga og Systur stíga á stokk Karlakórinn Fóstbræður sem hefur undanfarna daga heillað tónlistarunnendur í Salzburg mun heimsækja samkomuna og flytja Hver á sér fegra föðurland sem hæfir auðvitað þessum degi sem jafnframt er fullveldisdagurinn. Ljóðið er eftir ljóðskáldið Huldu og lagið eftir Emil Thoroddsen. Því næst mun söngvaskáldið Snorri Helgason stíga á stokk og leika sína útgáfu af lagi úr hinu rómaða ævintýri um Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Saknaðarljóð Gínu mömmu er eftir Heiðdísi Norðfjörð og flestir þekkja í flutningi Ragnhildar Gísladóttur en nú mun Snorri spreyta sig á kvæðinu. Loks verður önnur ábreiða flutt þegar eitt vinsælasta lag síðasta árs Ef ástin er hrein eftir Jón Jónsson og Einar Lövdahl, sem þau Jón og GDRN fluttu eftirminnilega, fær nýjan búning frá Júróvisjón-stjörnum ársins, þeim Siggu, Elínu og Betu - Systrum. Auður Jónsdóttir flytur tölu Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun halda stutta tölu við athöfnina og flytja íslensku tónlistarfólki eins konar aðdáendabréf. Viðurkenningarnar sem veittar verða munu rata til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð og stuðningi við íslenska tónlist síðustu misseri. Þar á meðal eru það heiðursverðlaunin Lítill fugl sem Arnar Eggert Thoroddsen hlaut í fyrra en meðal handhafa síðustu ára eru Gerður G. Bjarklind, Jón Ólafsson, Árni Matthíasson og Þorgeir Ástvaldsson. Einnig verða veitt hvatningar-, útflutnings og nýsköpunarverðlaun auk Gluggans sem fellur þeim í skaut sem sýnt hefur íslenskri tónlist atfylgi með áberandi hætti. Lögin þrjú sem talin voru hér að ofan og flutt verða við athöfnina tóku tónmenntakennarar landsins þátt í að velja og hafa æft með nemendum sínum um allt land síðustu vikur. Fjöldi barna mun því syngja með. Deginum verður annars fagnað á margvíslegan máta, útvarpsstöðvar setja íslenska tónlist í forgrunn og spila hana jafnvel einvörðungu. Landsmenn sem notast mögulega við aðrar veitur en útvarp eru hvattir til þess að setja íslenska tóna á fóninn. Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Íslensk tunga Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Í tilefni dagsins verður athöfn í Hörpu þar sem veittar verða viðurkenningar, einstaklingum og hópum, fyrir góð störf í þágu íslensks tónlistarlífs og að auki kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og flytur lög dagsins. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og stendur til 13:45 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fóstbræður, Snorri Helga og Systur stíga á stokk Karlakórinn Fóstbræður sem hefur undanfarna daga heillað tónlistarunnendur í Salzburg mun heimsækja samkomuna og flytja Hver á sér fegra föðurland sem hæfir auðvitað þessum degi sem jafnframt er fullveldisdagurinn. Ljóðið er eftir ljóðskáldið Huldu og lagið eftir Emil Thoroddsen. Því næst mun söngvaskáldið Snorri Helgason stíga á stokk og leika sína útgáfu af lagi úr hinu rómaða ævintýri um Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Saknaðarljóð Gínu mömmu er eftir Heiðdísi Norðfjörð og flestir þekkja í flutningi Ragnhildar Gísladóttur en nú mun Snorri spreyta sig á kvæðinu. Loks verður önnur ábreiða flutt þegar eitt vinsælasta lag síðasta árs Ef ástin er hrein eftir Jón Jónsson og Einar Lövdahl, sem þau Jón og GDRN fluttu eftirminnilega, fær nýjan búning frá Júróvisjón-stjörnum ársins, þeim Siggu, Elínu og Betu - Systrum. Auður Jónsdóttir flytur tölu Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun halda stutta tölu við athöfnina og flytja íslensku tónlistarfólki eins konar aðdáendabréf. Viðurkenningarnar sem veittar verða munu rata til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð og stuðningi við íslenska tónlist síðustu misseri. Þar á meðal eru það heiðursverðlaunin Lítill fugl sem Arnar Eggert Thoroddsen hlaut í fyrra en meðal handhafa síðustu ára eru Gerður G. Bjarklind, Jón Ólafsson, Árni Matthíasson og Þorgeir Ástvaldsson. Einnig verða veitt hvatningar-, útflutnings og nýsköpunarverðlaun auk Gluggans sem fellur þeim í skaut sem sýnt hefur íslenskri tónlist atfylgi með áberandi hætti. Lögin þrjú sem talin voru hér að ofan og flutt verða við athöfnina tóku tónmenntakennarar landsins þátt í að velja og hafa æft með nemendum sínum um allt land síðustu vikur. Fjöldi barna mun því syngja með. Deginum verður annars fagnað á margvíslegan máta, útvarpsstöðvar setja íslenska tónlist í forgrunn og spila hana jafnvel einvörðungu. Landsmenn sem notast mögulega við aðrar veitur en útvarp eru hvattir til þess að setja íslenska tóna á fóninn.
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Íslensk tunga Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira