Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:21 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að nóvember, sem senn líður undir lok, hafi verið óvanalega hlýr. Vísir Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri. Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar. Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar.
Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13
Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04
Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18