Segir lögreglumann hafa brotið tölvuskjá sinn á bjórkvöldi í sal Gróttu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 18:56 Ísleifur var að skemmta á bjórkvöldi menntaskólanema í sal Gróttu á Seltjarnarnesi. Instagram Rapparinn Ísleifur Eldur Illugason segir lögreglumann hafa brotið skjá tölvu sinnar síðastliðið föstudagskvöld. Ísleifur var að skemmta á bjórkvöldi menntaskólanema í sal Gróttu á Seltjarnarnesi. Fjölmennt lið lögreglu mætti á svæðið með mikinn viðbúnað og leysti upp samkvæmið. Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar málsins þar sem þau segjast hafa verið nörruð til að leigja ungmennum salinn. Hrópaði og beindi að honum piparúða Ísleifur birti færslu á Instagram í dag þar sem hann sakar lögreglumann um að hafa brotið skjá á tölvunni sinni. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og sendi myndband af atvikinu sem sjá má hér að neðan. „Já, neðsti parturinn á skjá tölvunnar brotnaði við harklegar aðfarir lögreglumanns sem skellti tölvunni aftur. Hann var allt í einu mættur, hrópaði á mig og skipaði mér að hætta að spila. Svo skellti hann aftur tölvunni ansi harkalega og beindi að mér piparúða eða einhverju. Ekki veit ég hvers vegna, það var alveg óskiljanlegt," segir Ísleifur. Þetta gerðist á nokkrum sekúndum en ég var hvorki að mótmæla né streitast á móti á nokkurn hátt. Ísleifur segist hafa sent lögreglunni kvörtun og beðið um viðbrögð og viðtal vegna atviksins. Hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð. Varð ekki var við neitt óeðlilegt Aðspurður um hvernig stemningin hafi verið þetta kvöld og ástæður þess að lögreglan mætti á svæðið segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég veit minnst um þetta kvöld, enda átti ég engan þátt í að skipuleggja það og var bara ráðinn til að spila. Þetta var bara venjulegt bjórkvöld, sýndist mér, eins og allir framhaldsskólanemar þekkja,“ segir Ísleifur. Hann segist jafnframt ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt og engan æsing. „Koma lögreglunnar var það eina óvenjulega við þetta kvöld og sérstaklega hversu margir mættu.“ Lögreglan Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar málsins þar sem þau segjast hafa verið nörruð til að leigja ungmennum salinn. Hrópaði og beindi að honum piparúða Ísleifur birti færslu á Instagram í dag þar sem hann sakar lögreglumann um að hafa brotið skjá á tölvunni sinni. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og sendi myndband af atvikinu sem sjá má hér að neðan. „Já, neðsti parturinn á skjá tölvunnar brotnaði við harklegar aðfarir lögreglumanns sem skellti tölvunni aftur. Hann var allt í einu mættur, hrópaði á mig og skipaði mér að hætta að spila. Svo skellti hann aftur tölvunni ansi harkalega og beindi að mér piparúða eða einhverju. Ekki veit ég hvers vegna, það var alveg óskiljanlegt," segir Ísleifur. Þetta gerðist á nokkrum sekúndum en ég var hvorki að mótmæla né streitast á móti á nokkurn hátt. Ísleifur segist hafa sent lögreglunni kvörtun og beðið um viðbrögð og viðtal vegna atviksins. Hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð. Varð ekki var við neitt óeðlilegt Aðspurður um hvernig stemningin hafi verið þetta kvöld og ástæður þess að lögreglan mætti á svæðið segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég veit minnst um þetta kvöld, enda átti ég engan þátt í að skipuleggja það og var bara ráðinn til að spila. Þetta var bara venjulegt bjórkvöld, sýndist mér, eins og allir framhaldsskólanemar þekkja,“ segir Ísleifur. Hann segist jafnframt ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt og engan æsing. „Koma lögreglunnar var það eina óvenjulega við þetta kvöld og sérstaklega hversu margir mættu.“
Lögreglan Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira