Erlent

Aur­skriða varð fjór­tán jarðar­farar­gestum að bana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Viðbragðsaðilar á vettvangi.
Viðbragðsaðilar á vettvangi. AP

Að minnsta kosti fjórtán eru látnir eftir að aurskriða fór yfir fótboltavöll í borginni Yaounde í Kamerún í gær. Er aurskriðan fór yfir var jarðarför í gangi á vellinum. 

Tugir gesta voru viðstaddir jarðarförina og hafa lík fjórtán manns fundist. En er nokkurra saknað og er þeim leitað þessa stundina. Í frétt CNN segir að knattspyrnuvöllurinn hafi verið staðsettur við 20 metra háa hlíð sem aurskriðan kom frá. 

Klippa: Fjórtán létu lífið í aurskriðu í Kamerún

Algengt er að mikil úrkoma sé í Yaounde og eru flóð og aurskriður sem þessi einnig afar algengar, sem og í öllu landinu.

Árið 2019 létu 42 manns lífið í aurskriðu í þorpinu Bamoungoum í vesturhluta Kamerún, þar á meðal fjórar óléttar konur og átján ára stúlka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×