Gaf þjálfara sínum óvart einn á kjammann í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2022 17:00 Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams, fékk heldur betur að kenna á því í gær. Getty/Harry How Titilvörnin hefur ekki gengið vel hjá liði Los Angeles Rams í NFL-deildinni í ár og liðið tapaði í áttunda skiptið á tímabilinu í gær. Þjálfarinn Sean McVay hefur þurft að glíma við meiðsli lykilmanna og óvíst er hvort að leikstjórnandinn Matthew Stafford spili meira á leiktíðinni vegna ítrekaða höfuðhögga. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Stjörnuútherjinn Cooper Kupp meiddist líka illa á dögunum og spilar líklega ekkert meira á tímabilinu. Ofan á öll vandræðin, óheppnina og skellina þá fékk McVay sjálfur slæmt högg á hliðarlínunni í tapinu á móti Kanasa City Chiefs í gær. Það gengur oft mikið á þegar leikmenn eru að skipta inn á og útaf vellinum á milli sókna. Þá gerast oft óhöpp en sjaldnast er það þó hæstráðandi í liðinu sem kemur verst út úr látunum. Innherjinn Roger Carter lá þá svo mikið á að setja á sig hjálminn og drífa sig inn á völlinn að hann sjá ekki þjálfarann sinn. McVay vissi ekki fyrr en hann var búinn að fá einn á kjammann frá Carter og þetta var ekki lítið högg eins og sjá má hér fyrir ofan og neðan. Oof, Rams HC Sean McVay was hit in the head by one of his player's helmets on accident while on the sideline. pic.twitter.com/z4T6hiBAaR— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 27, 2022 NFL Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Þjálfarinn Sean McVay hefur þurft að glíma við meiðsli lykilmanna og óvíst er hvort að leikstjórnandinn Matthew Stafford spili meira á leiktíðinni vegna ítrekaða höfuðhögga. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Stjörnuútherjinn Cooper Kupp meiddist líka illa á dögunum og spilar líklega ekkert meira á tímabilinu. Ofan á öll vandræðin, óheppnina og skellina þá fékk McVay sjálfur slæmt högg á hliðarlínunni í tapinu á móti Kanasa City Chiefs í gær. Það gengur oft mikið á þegar leikmenn eru að skipta inn á og útaf vellinum á milli sókna. Þá gerast oft óhöpp en sjaldnast er það þó hæstráðandi í liðinu sem kemur verst út úr látunum. Innherjinn Roger Carter lá þá svo mikið á að setja á sig hjálminn og drífa sig inn á völlinn að hann sjá ekki þjálfarann sinn. McVay vissi ekki fyrr en hann var búinn að fá einn á kjammann frá Carter og þetta var ekki lítið högg eins og sjá má hér fyrir ofan og neðan. Oof, Rams HC Sean McVay was hit in the head by one of his player's helmets on accident while on the sideline. pic.twitter.com/z4T6hiBAaR— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 27, 2022
NFL Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira