„Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. nóvember 2022 20:01 Sara Rún Hinriksdóttir keyrir að körfunni. Vísir/Hulda Margrét Sara Rún Hinriksdóttir átti sannkallaðan stjörnuleik fyrir Ísland í dag þegar liðið lagði Rúmenínu í undankeppni Evrópumótsins. Sara endaði með tæpan helming stiga íslenska liðsins, 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvernig leið Söru í leikslok? „Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“ Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20
„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30