„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. nóvember 2022 19:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. Þrátt fyrir að sigurinn hafi verið öruggur í lokin var leikurinn hnífjafn fram á síðustu mínútur, en Ísland fékk ótrúlegt framlag frá Söru Rún, sem skoraði 33 stig og bætti við 7 fráköstum og 5 stoðsendingum. „Þetta var bara nánast jafn á öllum tölum. Liðin skipust á forystu, komast 3-4 stigum yfir á víxl, en svo small sóknarleikurinn. Sara náttúrulega tók hvílíkt af skarið og við reyndum að finna hana með boltann og láta hana keyra á körfuna. Bara fáránlega góð hér í dag.“ Sara Rún var hreint út sagt mögnuð í dag.Vísir/Hulda Margrét Barátta íslenska liðsins á báðum endum vallarins skilaði þeim mörgum sóknarfráköstum og mörgum stoppum í vörninni, en þær lentu líka í bullandi villuvandræðum. Fannst Benna halla á Ísland í dómsgæslunni, eða var þetta bara eðlilegt miðað við ákefðina í leik Íslands? „Örugglega bara bæði. Ég var ekkert alltaf sáttur við þessa dóma og villufjöldinn frekar ójafn um tíma. En svona er þetta bara, eflaust vorum við að brjóta aðeins meira en þær. Ég fór að hafa smá áhyggjur þegar Hildur fékk var komin í villuvandræði því það gekk vel með hana inn á og við vorum í miklum plús þegar hún spilaði. En aðrar stigu upp á meðan, bara geggjað.“ Landsliðshópur Íslands er ekki reynslumikill, aðeins fjórir leikmenn af tólf í dag sem eiga yfir 10 landsleiki. Hildur Björg sú leikjahæsta með 37. Það eru ákveðið kynslóðaskipti í gangi hjá íslenska landsliðinu? „Það er búið að vera það. Það er að koma kynslóð sem við höfum gríðarlega mikla trú á og ég hef sagt það áður. Við höfum alveg verið óhræddir við að taka ungar stelpur inn í A-landsliðið og gefa þeim bæði tíma með liðinu og smá tíma inni á vellinum. Þetta er framtíðin. Í fyrra vorum við með yngsta landsliðið í Evrópu og mér þætti það mjög líklegt að við séum það ennþá. Þannig að sigur hérna gefur þessum unga hóp alveg gríðarlega mikið.“ Benedikt fer yfir stöðu mála.Vísir/Hulda Margrét Sigurinn vissulega mikilvægur, bæði fyrir andann í hópnum og stöðuna í riðlinum, en það var þó sennilega enginn í húsinu sem þráði sigurinn jafn heitt og þjálfarinn. „Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá held ég að mig hafi aldrei, á mínum langa ferli, langað jafn mikið í einn sigur og þennan hérna í dag. Ég held að ég hafi bara aldrei verið jafn „tense“ og fyrir leik eins og fyrir þennan. Mig langaði svo mikið að stelpurnar myndu taka þennan leik. Svo var bara bónus að taka hann með 10 og ná innbyrðis á þær og þriðja sætinu.“ Þrátt fyrir að Ísland lyfti sér nú upp af botni riðilsins, þá eru líkurnar á að komast áfram ekki miklar, enda Íslands í sannkölluðum dauðariðli, með Spán og Ungverjaland í algjörum sérflokki. „Þetta er svo hárrétt hjá þér með riðilinn. Þetta spænska lið er náttúrulega bara eitthvað annað. Lið sem er að spila hörkuleiki við bandaríska landsliðið. Það er langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið. Ekki síst KKÍ, sem er búið að dekstra við okkur allan þennan tíma sem ég hef verið með liðið. Umgjörðin frábær. Gott að fá sigur og fá smá verðlaun.“ Benedikt ræðir við leikmenn sína.Vísir/Hulda Margrét Umgjörðin frábær segir Benedikt, og það var ekkert gefið eftir í dag þar sem blásið var til körfuboltaveislu fyrir leik, og eftir leik fylltist gólfið af ungum aðdáendum sem vildu taka myndir og eiginhandaráritanir. „Umgjörðin þessi þrjú og hálft ár sem ég er búinn að vera hefur verið algjörlega tipp topp. Maður fær allt sem maður biður um. Það eina sem maður þarf að gera er að einbeita sér að þjálfuninni. Þetta eru ekki bara verðlaun fyrir leikmenn og þjálfarana, heldur alla sjálfboðaliðana sem standa að þessu. Eigum við ekki bara að tileinka þeim þennan sigur?“ Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Rúmeníu í Laugardalshöll í undankeppni EM kvenna. Íslenska liðið mátti þola stórt tap gegn ógnarsterku liði Spánar á fimmtudaginn var en sýndi allar sínar bestu hliðar í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 27. nóvember 2022 18:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Þrátt fyrir að sigurinn hafi verið öruggur í lokin var leikurinn hnífjafn fram á síðustu mínútur, en Ísland fékk ótrúlegt framlag frá Söru Rún, sem skoraði 33 stig og bætti við 7 fráköstum og 5 stoðsendingum. „Þetta var bara nánast jafn á öllum tölum. Liðin skipust á forystu, komast 3-4 stigum yfir á víxl, en svo small sóknarleikurinn. Sara náttúrulega tók hvílíkt af skarið og við reyndum að finna hana með boltann og láta hana keyra á körfuna. Bara fáránlega góð hér í dag.“ Sara Rún var hreint út sagt mögnuð í dag.Vísir/Hulda Margrét Barátta íslenska liðsins á báðum endum vallarins skilaði þeim mörgum sóknarfráköstum og mörgum stoppum í vörninni, en þær lentu líka í bullandi villuvandræðum. Fannst Benna halla á Ísland í dómsgæslunni, eða var þetta bara eðlilegt miðað við ákefðina í leik Íslands? „Örugglega bara bæði. Ég var ekkert alltaf sáttur við þessa dóma og villufjöldinn frekar ójafn um tíma. En svona er þetta bara, eflaust vorum við að brjóta aðeins meira en þær. Ég fór að hafa smá áhyggjur þegar Hildur fékk var komin í villuvandræði því það gekk vel með hana inn á og við vorum í miklum plús þegar hún spilaði. En aðrar stigu upp á meðan, bara geggjað.“ Landsliðshópur Íslands er ekki reynslumikill, aðeins fjórir leikmenn af tólf í dag sem eiga yfir 10 landsleiki. Hildur Björg sú leikjahæsta með 37. Það eru ákveðið kynslóðaskipti í gangi hjá íslenska landsliðinu? „Það er búið að vera það. Það er að koma kynslóð sem við höfum gríðarlega mikla trú á og ég hef sagt það áður. Við höfum alveg verið óhræddir við að taka ungar stelpur inn í A-landsliðið og gefa þeim bæði tíma með liðinu og smá tíma inni á vellinum. Þetta er framtíðin. Í fyrra vorum við með yngsta landsliðið í Evrópu og mér þætti það mjög líklegt að við séum það ennþá. Þannig að sigur hérna gefur þessum unga hóp alveg gríðarlega mikið.“ Benedikt fer yfir stöðu mála.Vísir/Hulda Margrét Sigurinn vissulega mikilvægur, bæði fyrir andann í hópnum og stöðuna í riðlinum, en það var þó sennilega enginn í húsinu sem þráði sigurinn jafn heitt og þjálfarinn. „Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá held ég að mig hafi aldrei, á mínum langa ferli, langað jafn mikið í einn sigur og þennan hérna í dag. Ég held að ég hafi bara aldrei verið jafn „tense“ og fyrir leik eins og fyrir þennan. Mig langaði svo mikið að stelpurnar myndu taka þennan leik. Svo var bara bónus að taka hann með 10 og ná innbyrðis á þær og þriðja sætinu.“ Þrátt fyrir að Ísland lyfti sér nú upp af botni riðilsins, þá eru líkurnar á að komast áfram ekki miklar, enda Íslands í sannkölluðum dauðariðli, með Spán og Ungverjaland í algjörum sérflokki. „Þetta er svo hárrétt hjá þér með riðilinn. Þetta spænska lið er náttúrulega bara eitthvað annað. Lið sem er að spila hörkuleiki við bandaríska landsliðið. Það er langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið. Ekki síst KKÍ, sem er búið að dekstra við okkur allan þennan tíma sem ég hef verið með liðið. Umgjörðin frábær. Gott að fá sigur og fá smá verðlaun.“ Benedikt ræðir við leikmenn sína.Vísir/Hulda Margrét Umgjörðin frábær segir Benedikt, og það var ekkert gefið eftir í dag þar sem blásið var til körfuboltaveislu fyrir leik, og eftir leik fylltist gólfið af ungum aðdáendum sem vildu taka myndir og eiginhandaráritanir. „Umgjörðin þessi þrjú og hálft ár sem ég er búinn að vera hefur verið algjörlega tipp topp. Maður fær allt sem maður biður um. Það eina sem maður þarf að gera er að einbeita sér að þjálfuninni. Þetta eru ekki bara verðlaun fyrir leikmenn og þjálfarana, heldur alla sjálfboðaliðana sem standa að þessu. Eigum við ekki bara að tileinka þeim þennan sigur?“
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Rúmeníu í Laugardalshöll í undankeppni EM kvenna. Íslenska liðið mátti þola stórt tap gegn ógnarsterku liði Spánar á fimmtudaginn var en sýndi allar sínar bestu hliðar í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 27. nóvember 2022 18:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Rúmeníu í Laugardalshöll í undankeppni EM kvenna. Íslenska liðið mátti þola stórt tap gegn ógnarsterku liði Spánar á fimmtudaginn var en sýndi allar sínar bestu hliðar í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 27. nóvember 2022 18:20