Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 10:12 Kim Jong Un og dóttir hans, ásamt hermönnum einræðisríkisins. AP/KCNA Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. Þá voru feðginin á ferðinni að skoða Hwasong-17 eldflaugar ríkisins sem borið geta kjarnorkuvopn. Í fréttum frá Norður-Kóreu er haft eftir Kim að eldflaugarnar séu þær öflugustu í heiminum og væru til marks um vilja Norður-Kóreu til að standa í hárinu á Bandaríkjunum og verða eitt öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í frétt Guardian segir að talið sé að Kim eigi allt að þrjú börn. Tvær dætur og einn son. Þá segir þar að opinberun dótturinnar hafi ýtt undir vangaveltur um að Kim sé þegar byrjaður að undirbúa þjóðina fyrir valdatöku fjórðu kynslóðar Kim-ættarinnar og öfugt. Sjá einnig: Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Ju Ae er talin vera tólf eða þrettán ára gömul og hefur henni verið lýst í fjölmiðlum sem ástkærri dóttur einræðisherrans. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni þykir dóttir Kim líkjast móður sinni Ri Sol Ju. Talið er að Ju Ae sé tólf eða þrettán ára gömul.AP/KCNA Í áðurnefndum fréttum frá Norður-Kóreu er einnig haft eftir Kim að vísindamenn ríkisins hafi náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna sem hægt sé að koma fyrir í eldflaugum eins og Hwasong-17. Minnka þarf kjarnorkuvopn til að koma þeim fyrir í eldflaugum og undirbúa kjarnorkuoddana til að þola gífurlegan hita og þrýsting sem fylgir því að koma aftur í gufuhvolfið eftir að hafa verið skotið hátt á loft. Slík vopn þurfa einnig að geta hitt ætluð skotmörk við þessar aðstæður. Þó nokkur ár eru síðan Kim sagði vísindamenn sína hafa fullklárað slík kjarnorkuvopn. Sérfræðingar hafa þó ávalt dregið það í efa en sagt að mögulegt sé að Norður-Kórea gæti náð þessum áfanga. Norður-Kórea Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Þá voru feðginin á ferðinni að skoða Hwasong-17 eldflaugar ríkisins sem borið geta kjarnorkuvopn. Í fréttum frá Norður-Kóreu er haft eftir Kim að eldflaugarnar séu þær öflugustu í heiminum og væru til marks um vilja Norður-Kóreu til að standa í hárinu á Bandaríkjunum og verða eitt öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í frétt Guardian segir að talið sé að Kim eigi allt að þrjú börn. Tvær dætur og einn son. Þá segir þar að opinberun dótturinnar hafi ýtt undir vangaveltur um að Kim sé þegar byrjaður að undirbúa þjóðina fyrir valdatöku fjórðu kynslóðar Kim-ættarinnar og öfugt. Sjá einnig: Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Ju Ae er talin vera tólf eða þrettán ára gömul og hefur henni verið lýst í fjölmiðlum sem ástkærri dóttur einræðisherrans. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni þykir dóttir Kim líkjast móður sinni Ri Sol Ju. Talið er að Ju Ae sé tólf eða þrettán ára gömul.AP/KCNA Í áðurnefndum fréttum frá Norður-Kóreu er einnig haft eftir Kim að vísindamenn ríkisins hafi náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna sem hægt sé að koma fyrir í eldflaugum eins og Hwasong-17. Minnka þarf kjarnorkuvopn til að koma þeim fyrir í eldflaugum og undirbúa kjarnorkuoddana til að þola gífurlegan hita og þrýsting sem fylgir því að koma aftur í gufuhvolfið eftir að hafa verið skotið hátt á loft. Slík vopn þurfa einnig að geta hitt ætluð skotmörk við þessar aðstæður. Þó nokkur ár eru síðan Kim sagði vísindamenn sína hafa fullklárað slík kjarnorkuvopn. Sérfræðingar hafa þó ávalt dregið það í efa en sagt að mögulegt sé að Norður-Kórea gæti náð þessum áfanga.
Norður-Kórea Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira