Innlent

Íslandsbanki,  stýrivextir og átök í undirheimum í Sprengisandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi á Bylgjunni þennan sunnudaginn. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti og munu þau meðal annars ræða söluna á Íslandsbanka, stýrivexti, nýlega baráttu um formannasæti Sjálfstæðisflokksins og átök í undirheimum Íslands.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrsti gestur Kristján er Ásgeir Brynjar Torfason, dr. í fjármálum, og mun hann ræða Íslandsbankasölumálið og umræðuna sem hefur spunnist um það.

Því næst mæta þær Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og viðskiptaráðherra. Þær munu ræða stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem setti allt á hliðina í Karphúsinu hjá bæði atvinnurekendum og verkalýðshreyfingunni.

Um klukkan ellefu sest Guðlaugur Þór Þórðarson niður hjá Kristjáni. Hann ætlar að ræða tilraun sína til að velta formanni Sjálfstæðisflokksins úr sessi, afleiðingar þess og framtíðaráformin, auk þess sem hann og Kristján munu tala um orkuskiptin í landinu.

Síðasti gestur Kristjáns verður Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, og mun hún tala við Kristján um átök í undirheimum landsins og viðbrögð við þeim. Hvort harðari refsingar séu besta leiðin og hvað það þýði að lýsa yfir stríði gegn skipulagrði glæpastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×