Telja lokun Sogns hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fanga, aðstandendur og samfélagið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:42 Sogn er annað af tveimur opnum úrræðum fyrir afplánun á Íslandi, og eina úrræði af því tagi sem konum stendur til boða. Vísir/Magnús Hlynur Fyrirhuguð lokun Sognar er ekki í takt við nýjustu rannsóknir og væri stórt skref aftur á bak í fangelsismálum á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun fagráðs Aðstoðar eftir afplánun vegna nýlegra frétta af hugsanlegri lokun fangelsisins að Sogni. Sogn er annað af tveimur opnum úrræðum fyrir afplánun á Íslandi, og eina úrræði af því tagi sem konum stendur til boða. Fagráð verkefnisins Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum lýsir yfir miklum vonbrigðum og verulegum áhyggjum vegna þessarar fyrirhuguðu lokunar. Þungt rekstrarumhverfi Fram kom í frétt Vísis í gær að fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Á minnisblaði dómsmálaráðuneytisins er tekið fram að rekstrarumhverfi fangelsiskerfisins á Íslandi hafi verið mjög þungt um margra ára skeið og hefur það kallað á miklar tilfæringar og gríðarlegt aðhald. Rekstrarvandi stofnunarinnar er nokkuð margþættur en ljóst er að uppsafnaður niðurskurður á grunnfjárheimildir stofnunarinnar vegur þar þyngst. Miðað við núverandi fjárhagsstöðu og rekstrarútlit það sem eftir lifir árs þarf að lágmarki 150 m.kr. á fjáraukalögum til að stofnunin geti með góðu móti byrjað næsta rekstrarár með þokkalega hreint borð fjárhagslega. Fjölga þarf opnum úrræðum Verkefnið Aðstoð eftir afplánun snýr að stuðningi við þau sem eru að ljúka afplánun. Lögð er áhersla á að það sé á ábyrgð okkar allra að styðja við einstaklinga í afplánun og þau sem koma úr afplánun með von um aukin lífsgæði þeirra og aðstandenda. „Við erum eindregið þeirrar skoðunar að styrkja verði þennan málaflokk með fjölbreyttum stuðningsúrræðum og auknu námsframboði á meðan á afplánun stendur. Innleiða þarf betrunarstefnu í málaflokkinn og fjölga þarf opnum úrræðum eins og á Sogni, Kvíabryggju og á Vernd en ekki loka þeim eða takmarka,“ segir í fyrrnefndri ályktun fagráðsins. Fagráðið leggur til að Ísland feti í fótspor nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndunum í fangelsismálum og auki möguleika dómþola á afplánun í opnun fangelsum og utan fangelsa eins og með samfélagsþjónustu. Mikilvægt sé að einstaklingar séu í jákvæðum tengslum við fjölskyldu, börn sín og vini og eigi góðan möguleika á fjölbreyttum stuðningsúrræðum á meðan afplánun stendur. Hægt að draga úr endurkomum Þá bendir fagráðið á að rannsóknir sýni ítrekað að þau sem rækta fjölskyldutengsl, býðst að vera virk, stunda vinnu eða nám á meðan afplánun stendur gengur mun betur að fóta sig í samfélaginu eftir að afplánun lýkur og dregur það m.a. úr endurkomu í fangelsi. Fagráðið hvetur ráðamenn til að endurskoða ákvörðun sína um að loka opna fangelsinu á Sogni. „Við teljum að lokun á slíku opnu fangelsi muni hafa alvarlegar afleiðingar á einstaklinga í afplánun, aðstandendur þeirra og samfélagið allt.“ Undir ályktunina rita Arndís Vilhjálmsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur M.Sc, Auður Guðmundsdóttir, verkstjóri hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, Bjarnheiður P. Björgvinsdóttir, verkefnastjóri Aðstoðar eftir afplánun RKÍ, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, Sigríður Ella Jónsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun og fjölskyldufræðingur hjá Heilshugar. Fangelsismál Ölfus Tengdar fréttir Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23. nóvember 2022 13:56 Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22. nóvember 2022 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sogn er annað af tveimur opnum úrræðum fyrir afplánun á Íslandi, og eina úrræði af því tagi sem konum stendur til boða. Fagráð verkefnisins Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum lýsir yfir miklum vonbrigðum og verulegum áhyggjum vegna þessarar fyrirhuguðu lokunar. Þungt rekstrarumhverfi Fram kom í frétt Vísis í gær að fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Á minnisblaði dómsmálaráðuneytisins er tekið fram að rekstrarumhverfi fangelsiskerfisins á Íslandi hafi verið mjög þungt um margra ára skeið og hefur það kallað á miklar tilfæringar og gríðarlegt aðhald. Rekstrarvandi stofnunarinnar er nokkuð margþættur en ljóst er að uppsafnaður niðurskurður á grunnfjárheimildir stofnunarinnar vegur þar þyngst. Miðað við núverandi fjárhagsstöðu og rekstrarútlit það sem eftir lifir árs þarf að lágmarki 150 m.kr. á fjáraukalögum til að stofnunin geti með góðu móti byrjað næsta rekstrarár með þokkalega hreint borð fjárhagslega. Fjölga þarf opnum úrræðum Verkefnið Aðstoð eftir afplánun snýr að stuðningi við þau sem eru að ljúka afplánun. Lögð er áhersla á að það sé á ábyrgð okkar allra að styðja við einstaklinga í afplánun og þau sem koma úr afplánun með von um aukin lífsgæði þeirra og aðstandenda. „Við erum eindregið þeirrar skoðunar að styrkja verði þennan málaflokk með fjölbreyttum stuðningsúrræðum og auknu námsframboði á meðan á afplánun stendur. Innleiða þarf betrunarstefnu í málaflokkinn og fjölga þarf opnum úrræðum eins og á Sogni, Kvíabryggju og á Vernd en ekki loka þeim eða takmarka,“ segir í fyrrnefndri ályktun fagráðsins. Fagráðið leggur til að Ísland feti í fótspor nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndunum í fangelsismálum og auki möguleika dómþola á afplánun í opnun fangelsum og utan fangelsa eins og með samfélagsþjónustu. Mikilvægt sé að einstaklingar séu í jákvæðum tengslum við fjölskyldu, börn sín og vini og eigi góðan möguleika á fjölbreyttum stuðningsúrræðum á meðan afplánun stendur. Hægt að draga úr endurkomum Þá bendir fagráðið á að rannsóknir sýni ítrekað að þau sem rækta fjölskyldutengsl, býðst að vera virk, stunda vinnu eða nám á meðan afplánun stendur gengur mun betur að fóta sig í samfélaginu eftir að afplánun lýkur og dregur það m.a. úr endurkomu í fangelsi. Fagráðið hvetur ráðamenn til að endurskoða ákvörðun sína um að loka opna fangelsinu á Sogni. „Við teljum að lokun á slíku opnu fangelsi muni hafa alvarlegar afleiðingar á einstaklinga í afplánun, aðstandendur þeirra og samfélagið allt.“ Undir ályktunina rita Arndís Vilhjálmsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur M.Sc, Auður Guðmundsdóttir, verkstjóri hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, Bjarnheiður P. Björgvinsdóttir, verkefnastjóri Aðstoðar eftir afplánun RKÍ, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, Sigríður Ella Jónsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun og fjölskyldufræðingur hjá Heilshugar.
Fangelsismál Ölfus Tengdar fréttir Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23. nóvember 2022 13:56 Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22. nóvember 2022 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23. nóvember 2022 13:56
Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22. nóvember 2022 23:30