Jólasveinninn, Mikki mús og Jimmy Fallon gengu um götur New York Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:29 Það var engin önnur en Mariah Carey sem lokaði göngunni. Instagram Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í gær víða um heim. Hátíðin er þó hvergi umfangsmeiri en í Bandaríkjunum þar sem farið er alla leið. Verslunarkeðjan Macy's stóð fyrir sinni árlega Þakkargjarðarskrúðgöngu í New York í gær þar sem engin önnur en „drottning jólanna“ Mariah Carey tók lagið. Um er að ræða árlegan fögnuð Macy's sem haldinn var í 96. sinn en gangan var haldin fyrst árið 1924. Will Coss, aðalskipuleggjandi göngunnar, segir eina markmiðið vera að gleðja fólk út um gjörvallan heim. Um þrjár milljónir manns mæta í gönguna á hverju ári en auk þess er hún sýnd á sjónvarpsstöðinni NBC þar sem allur heimurinn getur fylgst með. Á síðasta ári horfðu rúmlega tuttugu og fjórar milljónir manns á gönguna í sjónvarpinu. Þá hefur útsending frá fögnuðinum meðal annars hlotið Emmy verðlaun. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Stjörnur og uppblásnar fígúrur Það er óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til við gönguna í gær sem innihélt tuttugu og átta stórglæsilega vagna. Á þeim vögnum voru stjörnur á borð við Mariuh Carey, Jimmy Fallon, Jordin Sparks, Paulu Abdul, Adam Devine, Söruh Hyland, Mario Lopez, Seal Paul, Joss Stone og sjálfan jólasveininn. Þá mátti einnig sjá fjölmargar uppblásnar fígúrur sem eru löngu orðinn fastur liður í göngunni. Um er að ræða risastórar blöðrur en það þarf allt að hundrað starfsmenn til þess að halda í hverja blöðru. Sjálfur jólasveinnin lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon var á einum vagni.Getty/Jose Perez Leikararnir Flula Borg, Adam DeVine og Sarah Hyland.Getty/Jose Perez/Bauer Griffin Paula Abdul tók lagið í göngunni.Getty/Gotham Söngkonan Jordin Sparks tók þátt í göngunni á þessum skrautlega vagni.Getty/Eugene Gologursky Ein af fígúrunum í ár var teiknimyndapersónan Stubbur Stjóri.Getty/Gotham Það þarf um áttatíu til hundrað manns til þess að halda í hverja fígúru.Getty/Gotham Kappi úr Hvolpasveitinni lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjálf frelsisstyttan tók þátt í göngunni.Getty/Jose Perez Mikki mús og Mína mús tóku þátt.Getty/Gilbert Carrasquillo Fær ekki að vera drottning jólanna en mætti með kórónu Gengið var meðfram Central Park og niður 6. breiðgötu. Göngunni lauk svo við flaggskip Macy's á 34. götu þar sem sjálf „drottning jólanna“ Mariah Carey flutti jólalag allra jólalaga All I Want for Christmas is You. Þá vakti sérstaka lukku þegar börn Carey, tvíburarnir Morrocan og Monroe, birtust skyndilega upp úr jólapökkum á bak við söngkonuna og dönsuðu með móður sinni. Carey hefur undanfarið staðið í baráttu um titilinn „drottning jólanna“. Vildi hún gera titilinn að vörumerki sem hún ein hefði leyfi til að nota. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu og fór málið svo að Carey fær ekki einkaleyfi fyrir titlinum, að minnsta kosti ekki í bili. Það verður því að teljast einstaklega táknrænt að Carey hafi mætt með kórónu á viðburðinn. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Um er að ræða árlegan fögnuð Macy's sem haldinn var í 96. sinn en gangan var haldin fyrst árið 1924. Will Coss, aðalskipuleggjandi göngunnar, segir eina markmiðið vera að gleðja fólk út um gjörvallan heim. Um þrjár milljónir manns mæta í gönguna á hverju ári en auk þess er hún sýnd á sjónvarpsstöðinni NBC þar sem allur heimurinn getur fylgst með. Á síðasta ári horfðu rúmlega tuttugu og fjórar milljónir manns á gönguna í sjónvarpinu. Þá hefur útsending frá fögnuðinum meðal annars hlotið Emmy verðlaun. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Stjörnur og uppblásnar fígúrur Það er óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til við gönguna í gær sem innihélt tuttugu og átta stórglæsilega vagna. Á þeim vögnum voru stjörnur á borð við Mariuh Carey, Jimmy Fallon, Jordin Sparks, Paulu Abdul, Adam Devine, Söruh Hyland, Mario Lopez, Seal Paul, Joss Stone og sjálfan jólasveininn. Þá mátti einnig sjá fjölmargar uppblásnar fígúrur sem eru löngu orðinn fastur liður í göngunni. Um er að ræða risastórar blöðrur en það þarf allt að hundrað starfsmenn til þess að halda í hverja blöðru. Sjálfur jólasveinnin lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon var á einum vagni.Getty/Jose Perez Leikararnir Flula Borg, Adam DeVine og Sarah Hyland.Getty/Jose Perez/Bauer Griffin Paula Abdul tók lagið í göngunni.Getty/Gotham Söngkonan Jordin Sparks tók þátt í göngunni á þessum skrautlega vagni.Getty/Eugene Gologursky Ein af fígúrunum í ár var teiknimyndapersónan Stubbur Stjóri.Getty/Gotham Það þarf um áttatíu til hundrað manns til þess að halda í hverja fígúru.Getty/Gotham Kappi úr Hvolpasveitinni lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjálf frelsisstyttan tók þátt í göngunni.Getty/Jose Perez Mikki mús og Mína mús tóku þátt.Getty/Gilbert Carrasquillo Fær ekki að vera drottning jólanna en mætti með kórónu Gengið var meðfram Central Park og niður 6. breiðgötu. Göngunni lauk svo við flaggskip Macy's á 34. götu þar sem sjálf „drottning jólanna“ Mariah Carey flutti jólalag allra jólalaga All I Want for Christmas is You. Þá vakti sérstaka lukku þegar börn Carey, tvíburarnir Morrocan og Monroe, birtust skyndilega upp úr jólapökkum á bak við söngkonuna og dönsuðu með móður sinni. Carey hefur undanfarið staðið í baráttu um titilinn „drottning jólanna“. Vildi hún gera titilinn að vörumerki sem hún ein hefði leyfi til að nota. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu og fór málið svo að Carey fær ekki einkaleyfi fyrir titlinum, að minnsta kosti ekki í bili. Það verður því að teljast einstaklega táknrænt að Carey hafi mætt með kórónu á viðburðinn. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning