Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2022 18:18 Ása Berglind Hjálmarsdóttir býr í elstu götunni í Þorlákshöfn. Hún er ættuð úr Selvogi. Arnar Halldórsson Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segja Þorlákshafnarbúar söguna af því hvernig Þorlákshöfn byrjaði. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi býr í einu elsta íbúðarhúsinu. Langamma hennar og fjölskylda voru meðal frumbyggja en amma hennar var þá unglingur. „Hún flutti úr Selvogi. Það voru rosamargir sem komu hingað úr Selvogi,“ segir Ása Berglind en fyrstu húsin byggðust upp við A, B og C-götu en göturnar fengu síðar önnur nöfn. Jóhann Davíðsson segir að B-gatan hafi verið kölluð barnagatan.Arnar Halldórsson Einn af þeim strákum sem þar ólust upp var Jóhann Davíðsson en hann bjó við B-götu til 18 ára aldurs. Hann bendir okkur á minnisvarða um Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra á Selfossi, sem hann kallar föður Þorlákshafnar. Við vitann á Hafnarnesi minnast Ölfusingar þess að það var í þessari sveit sem landnámskonan Auður djúpúðga er sögð hafa fyrst stigið á land en verkið gerði Erlingur Ævar Jónsson. Minnismerkið um Auði djúpúðgu í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Til að rifja upp þessa elstu sögn um svæðið fer Jóhann með okkur á sandinn austan Þorlákshafnar, Hafnarskeið, en þar er sagt að Auður hafi strandað skipi sínu. Talið er að Þorlákshöfn hafi upphaflega heitið Elliðahöfn og að menn hafi snemma farið að róa héðan til fiskjar enda þótti þetta einn skársti lendingarstaðurinn á suðurströndinni. Lengi var bara einn sveitabær í Þorlákshöfn en hann var einnig notaður sem verbúð. Bak við stóru fiskvinnsluhúsin er upplýsingaskilti þar sem bæjarhúsin stóðu en þau voru rifin árið 1962. Tímamótin urðu þegar Kaupfélag Árnesinga undir stjórn Egils Thorarensen hóf uppbyggingu. Það byrjaði með stofnun útgerðarfélagsins Meitilsins árið 1949, sem gerði út fimm báta. Erlingur Ævar Jónsson skipstjóri flutti með fjölskylduna frá Eyrarbakka vegna betri hafnarskilyrða í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Erlingur Ævar Jónsson, sá sem gerði minnsmerkið um Auði djúpúðgu, var meðal þeirra sem réru frá Þorlákshöfn á þessum fyrstu árum, á bát frá Eyrarbakka. Höfnin þar þótti erfið og segir Erlingur að Þorlákshöfn hafi mikið til byggst upp vegna þess hversu erfitt var að róa frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Að því kom að Erlingur Ævar flutti frá Eyrarbakka og byggði hús yfir fjölskylduna í Þorlákshöfn. Þáttinn um Þorlákshöfn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla: Hér má sjá þátt um Selvoginn: Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segja Þorlákshafnarbúar söguna af því hvernig Þorlákshöfn byrjaði. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi býr í einu elsta íbúðarhúsinu. Langamma hennar og fjölskylda voru meðal frumbyggja en amma hennar var þá unglingur. „Hún flutti úr Selvogi. Það voru rosamargir sem komu hingað úr Selvogi,“ segir Ása Berglind en fyrstu húsin byggðust upp við A, B og C-götu en göturnar fengu síðar önnur nöfn. Jóhann Davíðsson segir að B-gatan hafi verið kölluð barnagatan.Arnar Halldórsson Einn af þeim strákum sem þar ólust upp var Jóhann Davíðsson en hann bjó við B-götu til 18 ára aldurs. Hann bendir okkur á minnisvarða um Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra á Selfossi, sem hann kallar föður Þorlákshafnar. Við vitann á Hafnarnesi minnast Ölfusingar þess að það var í þessari sveit sem landnámskonan Auður djúpúðga er sögð hafa fyrst stigið á land en verkið gerði Erlingur Ævar Jónsson. Minnismerkið um Auði djúpúðgu í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Til að rifja upp þessa elstu sögn um svæðið fer Jóhann með okkur á sandinn austan Þorlákshafnar, Hafnarskeið, en þar er sagt að Auður hafi strandað skipi sínu. Talið er að Þorlákshöfn hafi upphaflega heitið Elliðahöfn og að menn hafi snemma farið að róa héðan til fiskjar enda þótti þetta einn skársti lendingarstaðurinn á suðurströndinni. Lengi var bara einn sveitabær í Þorlákshöfn en hann var einnig notaður sem verbúð. Bak við stóru fiskvinnsluhúsin er upplýsingaskilti þar sem bæjarhúsin stóðu en þau voru rifin árið 1962. Tímamótin urðu þegar Kaupfélag Árnesinga undir stjórn Egils Thorarensen hóf uppbyggingu. Það byrjaði með stofnun útgerðarfélagsins Meitilsins árið 1949, sem gerði út fimm báta. Erlingur Ævar Jónsson skipstjóri flutti með fjölskylduna frá Eyrarbakka vegna betri hafnarskilyrða í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Erlingur Ævar Jónsson, sá sem gerði minnsmerkið um Auði djúpúðgu, var meðal þeirra sem réru frá Þorlákshöfn á þessum fyrstu árum, á bát frá Eyrarbakka. Höfnin þar þótti erfið og segir Erlingur að Þorlákshöfn hafi mikið til byggst upp vegna þess hversu erfitt var að róa frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Að því kom að Erlingur Ævar flutti frá Eyrarbakka og byggði hús yfir fjölskylduna í Þorlákshöfn. Þáttinn um Þorlákshöfn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla: Hér má sjá þátt um Selvoginn:
Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50