Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 09:34 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, taka þátt í umræðunni. Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í Íran á undanförnum vikum og hafa þau að miklu leyti verið leidd af konum og stúlkum sem krefjast grundvallarmannréttinda. Fjölmargir hafa verið handteknir og settir í fangelsi og hafa ítrekað borist fregnir af grófri valdbeitingu öryggissveita. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu, sem send var út fyrr í mánuðinum eftir að boðað var til fundarins, stóð að mörg aðildarríki hafi efasemdir um að taka þetta fyrir á vettvangi mannréttindaráðsins. Það sé þó grundvallarafstaða Íslands að ráðið verði að láta til sín taka varðandi alvarleg mannréttindamál. Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, taka þátt í umræðunni. Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í Íran á undanförnum vikum og hafa þau að miklu leyti verið leidd af konum og stúlkum sem krefjast grundvallarmannréttinda. Fjölmargir hafa verið handteknir og settir í fangelsi og hafa ítrekað borist fregnir af grófri valdbeitingu öryggissveita. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu, sem send var út fyrr í mánuðinum eftir að boðað var til fundarins, stóð að mörg aðildarríki hafi efasemdir um að taka þetta fyrir á vettvangi mannréttindaráðsins. Það sé þó grundvallarafstaða Íslands að ráðið verði að láta til sín taka varðandi alvarleg mannréttindamál. Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.
Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira