Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 09:34 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, taka þátt í umræðunni. Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í Íran á undanförnum vikum og hafa þau að miklu leyti verið leidd af konum og stúlkum sem krefjast grundvallarmannréttinda. Fjölmargir hafa verið handteknir og settir í fangelsi og hafa ítrekað borist fregnir af grófri valdbeitingu öryggissveita. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu, sem send var út fyrr í mánuðinum eftir að boðað var til fundarins, stóð að mörg aðildarríki hafi efasemdir um að taka þetta fyrir á vettvangi mannréttindaráðsins. Það sé þó grundvallarafstaða Íslands að ráðið verði að láta til sín taka varðandi alvarleg mannréttindamál. Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, taka þátt í umræðunni. Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í Íran á undanförnum vikum og hafa þau að miklu leyti verið leidd af konum og stúlkum sem krefjast grundvallarmannréttinda. Fjölmargir hafa verið handteknir og settir í fangelsi og hafa ítrekað borist fregnir af grófri valdbeitingu öryggissveita. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu, sem send var út fyrr í mánuðinum eftir að boðað var til fundarins, stóð að mörg aðildarríki hafi efasemdir um að taka þetta fyrir á vettvangi mannréttindaráðsins. Það sé þó grundvallarafstaða Íslands að ráðið verði að láta til sín taka varðandi alvarleg mannréttindamál. Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.
Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira