Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 14:02 Roberts Freimanis skoraði 4 stig á 13 mínútum í skellinum á móti Val en tók ekki eitt einasta frákast. Vísir/Bára KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga. KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR
Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti