„Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. nóvember 2022 22:57 Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Vísir/Diego „Þetta var rosalegur leikur. Þetta gat augljóslega dottið báðu megin en ég er rosalega glaður að þetta datt okkar megin,” sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu kampakátur í viðtali eftir sigurleik sinna manna á Haukum í kvöld. Lið hans sigraði leikinn með einu marki á lokasekúndum leiksins, lokatölur 25-24. Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip. Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip.
Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira