Verzlingar leggjast gegn ályktun Sjálfstæðisflokks um námstíma: „Ekki séns, bara nei“ Snorri Másson skrifar 24. nóvember 2022 09:15 Á nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var ályktað um að stytta skólaár í íslensku menntakerfi um eitt enn, þannig að heildarnámstími ungmenna yrði fram að átján ára. Síðasta stytting gekk í gegn 2015, þegar framhaldsskóli varð að þriggja ára námi, og skólagangan þar með fram að nítján ára aldri. Fjallað var um hugmyndina í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar voru Verzlingar teknir tali, sem skutu hugmynd Sjálfstæðismannanna umhugsunarlaust niður; heldur ætti að lengja námið aftur samkvæmt þeim. Ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Skoða ætti að fækka skólaárum í níu þannig að ungmenni útskrifist að jafnaði úr framhaldsskóla 18 ára, eins og tíðkast í flestum löndum í kringum okkur. Löng sumarfrí hafa slæm áhrif á námsárangur, einkum þeirra sem standa höllum fæti.“ Þegar hugmyndin er borin undir Verzlinga hafna þeir henni í kór. „Bara djók,“ segir Skúli Ásgeirsson. „Ekki séns, bara nei,“ segir Guðmundur Pétur Dungal. „Af hverju erum við að drífa okkur svona?“ spyr Kristel Harðardóttir. Verzlingarnir Þór Guðjónsson og Guðmundur Pétur Dungal eru ekki á því máli að stytta eigi námstíma íslenskra ungmenna um eitt ár enn. Nær væri að lengja menntaskóla aftur um eitt ár; Guðmundur Pétur óttast að hann muni sakna Verzló þegar hann útskrifast í vor.Vísir/Egill Nógu slæmt sé að hafa misst af lunganum úr skólagöngunni vegna heimsfaraldurs, eins og Verzlingarnir lýsa, til að þurfa ekki að horfa upp á enn aðra styttinguna eins og Sjálfstæðismenn stefna nú að. Júlía Rut Ragnarsdóttir nemi segir: „Mér finnst klárlega að þetta ættu að vera fjögur ár. Þetta er mjög mikið námsefni, það er búið að þjappa öllu saman. Þannig að það er mjög mikið að gera hjá okkur, í stað þess að leyfa okkur bara að hafa fjögur ár og njóta menntaskólaáranna. Þetta eru skemmtilegustu tímarnir.“ Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Fjallað var um hugmyndina í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar voru Verzlingar teknir tali, sem skutu hugmynd Sjálfstæðismannanna umhugsunarlaust niður; heldur ætti að lengja námið aftur samkvæmt þeim. Ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Skoða ætti að fækka skólaárum í níu þannig að ungmenni útskrifist að jafnaði úr framhaldsskóla 18 ára, eins og tíðkast í flestum löndum í kringum okkur. Löng sumarfrí hafa slæm áhrif á námsárangur, einkum þeirra sem standa höllum fæti.“ Þegar hugmyndin er borin undir Verzlinga hafna þeir henni í kór. „Bara djók,“ segir Skúli Ásgeirsson. „Ekki séns, bara nei,“ segir Guðmundur Pétur Dungal. „Af hverju erum við að drífa okkur svona?“ spyr Kristel Harðardóttir. Verzlingarnir Þór Guðjónsson og Guðmundur Pétur Dungal eru ekki á því máli að stytta eigi námstíma íslenskra ungmenna um eitt ár enn. Nær væri að lengja menntaskóla aftur um eitt ár; Guðmundur Pétur óttast að hann muni sakna Verzló þegar hann útskrifast í vor.Vísir/Egill Nógu slæmt sé að hafa misst af lunganum úr skólagöngunni vegna heimsfaraldurs, eins og Verzlingarnir lýsa, til að þurfa ekki að horfa upp á enn aðra styttinguna eins og Sjálfstæðismenn stefna nú að. Júlía Rut Ragnarsdóttir nemi segir: „Mér finnst klárlega að þetta ættu að vera fjögur ár. Þetta er mjög mikið námsefni, það er búið að þjappa öllu saman. Þannig að það er mjög mikið að gera hjá okkur, í stað þess að leyfa okkur bara að hafa fjögur ár og njóta menntaskólaáranna. Þetta eru skemmtilegustu tímarnir.“
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01