Sterkar vísbendingar um stóran koparfund Amaroq á Grænlandi
Nýjar rannsóknir málmleitarfyrirtækisins Amaroq Minerals sviptu hulunni af málmbelti sem ber mjög svipuð einkenni og ein stærsta og verðmætasta koparnáma heims sem er staðsett í Ástralíu.
Tengdar fréttir
Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað
Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi.