Óvíst að gervihnattasamband myndi anna öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra innviða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2022 09:04 Öryggis- og varnarmál í Evrópu eru í brennidepli um þessar mundir, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Landhelgisgæslan Gervihnattasamband hefur takmarkaða flutningsgetu og óvíst að fjarskiptasamband um gervihnetti geti annað öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra inniviða eða ríkisins við útlönd. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögunni er ætlað að auka skýrleika á tilteknum sviðum „þeirrar stefnu sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að fylgja á næstu árum til að tryggja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar“. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um öryggi fjarskiptainnviða og bent á að stórfelldar truflanir á þeim hefðu kerfislægar afleiðingar sem gætu oðið mjög neikvæðar fyrir flutning á orku og vatni, flugsamgöngur, heilsuvernd, löggæslu, banka-, fjármála- og verðbréfaþjónustu, viðbragðs- og neyðarþjónustu og samfellda starfsemi kerfisins. Þrír sæstrengir liggja frá og til Íslands, tveir til Evrópu og einn til Bandaríkjanna. Þriðju strengurinn til Evrópu verður tekinn í notkun á næsta ári. Í greinagerðinni segir að að sæstrengjunum frátöldum séu fjarskipti við útlönd aðeins möguleg um gervihnetti. „Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir noti gervihnattasamband til fjarskipta. Það gerir til að mynda Isavia sem hefur notað slíkt samband sem varaleið fyrir tal- og gagnasamband vegna flugleiðsögu. Einnig er algengt að í skipum sé gervihnattasamband notað fyrir tal- og gagnasamband.“ Gervihnattasamband hafi hins vegar takmarkaða flutningsgetu og geti því aðeins annað litlum hluta þeirra fjarskipta sem fara um sæstrengina. Ný staða í öryggismálum Evrópu kalli á aukna árvekni Vísir greindi frá því á dögunum að unnið hefði verið að áhættumati vegna sæstrengjanna og þá er unnið að viðbragðsáætlun sem nær yfir þá sviðsmynd ef allir strengirnir myndu rofna á sama tíma. Áhættumatið verður ekki birt sökum þjóðaröryggishagsmuna. Þótt ólíklegt verði að teljast að allir strengirnir rofnuðu á sama tíma hefur möguleikinn verið í umræðunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, aukinnar kafbátaumferðar norður af landinu og skemmdarverka á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. „Ný staða í öryggismálum Evrópu, alvarlegar afleiðingar hernaðar Rússa í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum kalla á aukna árvekni á fjölmörgum málefnasviðum sem þjóðaröryggisstefnan tekur til,“ segir í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni. „Þjóðaröryggisráð hefur bent á að ógnir og aðrar áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar og flóknari en áður. Hröð tækniþróun, einkum í net- og upplýsingatækni, hefur leitt til margvíslegra framfara en um leið nýrra áskorana. Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta af ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja þau grunngildi sem liggja þjóðaröryggisstefnunni til grundvallar og endurspeglast í stjórnarskránni. Á hinn bóginn getur andvaraleysi á þessu sviði grafið undan lýðræðislegu stjórnarfari og grunngildum á kostnað mannréttinda og lýðræðis. Þannig hefur hnattvæðing og hröð tækniþróun gjörbreytt stöðunni á alþjóðavettvangi.“ Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Fjarskipti Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögunni er ætlað að auka skýrleika á tilteknum sviðum „þeirrar stefnu sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að fylgja á næstu árum til að tryggja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar“. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um öryggi fjarskiptainnviða og bent á að stórfelldar truflanir á þeim hefðu kerfislægar afleiðingar sem gætu oðið mjög neikvæðar fyrir flutning á orku og vatni, flugsamgöngur, heilsuvernd, löggæslu, banka-, fjármála- og verðbréfaþjónustu, viðbragðs- og neyðarþjónustu og samfellda starfsemi kerfisins. Þrír sæstrengir liggja frá og til Íslands, tveir til Evrópu og einn til Bandaríkjanna. Þriðju strengurinn til Evrópu verður tekinn í notkun á næsta ári. Í greinagerðinni segir að að sæstrengjunum frátöldum séu fjarskipti við útlönd aðeins möguleg um gervihnetti. „Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir noti gervihnattasamband til fjarskipta. Það gerir til að mynda Isavia sem hefur notað slíkt samband sem varaleið fyrir tal- og gagnasamband vegna flugleiðsögu. Einnig er algengt að í skipum sé gervihnattasamband notað fyrir tal- og gagnasamband.“ Gervihnattasamband hafi hins vegar takmarkaða flutningsgetu og geti því aðeins annað litlum hluta þeirra fjarskipta sem fara um sæstrengina. Ný staða í öryggismálum Evrópu kalli á aukna árvekni Vísir greindi frá því á dögunum að unnið hefði verið að áhættumati vegna sæstrengjanna og þá er unnið að viðbragðsáætlun sem nær yfir þá sviðsmynd ef allir strengirnir myndu rofna á sama tíma. Áhættumatið verður ekki birt sökum þjóðaröryggishagsmuna. Þótt ólíklegt verði að teljast að allir strengirnir rofnuðu á sama tíma hefur möguleikinn verið í umræðunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, aukinnar kafbátaumferðar norður af landinu og skemmdarverka á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. „Ný staða í öryggismálum Evrópu, alvarlegar afleiðingar hernaðar Rússa í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum kalla á aukna árvekni á fjölmörgum málefnasviðum sem þjóðaröryggisstefnan tekur til,“ segir í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni. „Þjóðaröryggisráð hefur bent á að ógnir og aðrar áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar og flóknari en áður. Hröð tækniþróun, einkum í net- og upplýsingatækni, hefur leitt til margvíslegra framfara en um leið nýrra áskorana. Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta af ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja þau grunngildi sem liggja þjóðaröryggisstefnunni til grundvallar og endurspeglast í stjórnarskránni. Á hinn bóginn getur andvaraleysi á þessu sviði grafið undan lýðræðislegu stjórnarfari og grunngildum á kostnað mannréttinda og lýðræðis. Þannig hefur hnattvæðing og hröð tækniþróun gjörbreytt stöðunni á alþjóðavettvangi.“
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Fjarskipti Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira